Þessi uppskrift var samin fyrir Kökublað Vikunnar.
Þessir konfekt kleinuhringir eru hreint út dásamlega góðir. Ef þér finnst kransakaka og lakkrís gott þá ertu í himnaríki með þessum hringjum. Lakkrísbragðið er þó alls ekki ráðandi heldur gefur æðislegan undirtón.
Ég valdi að skreyta kleinuhringina með hvítu súkkulaði, grófu lakkrís dufti og brúðarslöri, það er þó alls ekki nauðsynlegt að skreyta þá þannig, notið heldur hugmyndaflugið og gerið eitthvað nýtt!
Konfekt kleinuhringir
- 350 g marsípan
- 175 g sykur
- 15 g eggjahvítur
- 1 msk fínt lakkrísduft frá Johan Bulov
- 200 g hvítt súkkulaði
- 2 msk bragðlaus olía
- 1 msk Gróft lakkrísduft frá Johan Bulov (skraut, má sleppa)
Aðferð:
- Stillið ofninn á 220C.
- Setjið marsípan og sykur í hrærivél og blandið vel saman.
- Setjið eggjahvíturnar útí og blandið saman við.
- Setjið lakkrísduftið útí blandið saman við.
- Notið mini kreinuhringjaform (bakki með 12 hringjum), setjið örlítinn flórsykur í hvern hring til að koma í veg fyrir að deigið festist.
- Skiptið deiginu þannig að hver hluti er um 60 g.
- Setjið fórsykur á borðið svo deigið festist ekki við það. Rúllið hverjum hluta fyrst í rúllu og tengið svo í hring þannig að deigið passar í formið. Bakið inn í ofni í 10 mín.
- Leyfið kleinuhringjunum að kólna að um það bil stofuhita og takið kleinuhringina svo upp úr. Ef þeir eru fastir í forminu, setjið formið í frysti í um það bil klukkutíma og náið þeim svo upp úr forminu varlega með hníf án þess að skaða hringina.
- Bræðið hvíta súkkulaðið yfir vatnsbaði og bætið olíunni út í. Dífið hverjum kleinuhring ofan í skál með hvíta súkkulaðinu og leggið hringina svo á grind.
- Skreytið hringina með grófu lakkrísdufti frá Johan Bulov og brúðarslöri (ekki æt blóm og þarf að fjarlægja áður en þeir eru borðaðir).
Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben
Ég minni þig á að fylgjast með mér á Instagram en þar er ég oft að elda og baka og sýni “step-by-step” frá matseldinni. Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!
Johan Bulov lakkrísinn fæst í Epal
Njótið vel!
Ykkar, Linda Ben