Öll viljum við komast upp með að minnka matarkostnaðinn og fara sjaldnar í matvörubúðina. Lykillinn að því er að geyma matinn rétt þegar hann er komin heim. Það krefst smá vinnu og skipulag að ganga frá mat rétt en það marg borgar sig.
Ég fer yfirleitt aðeins einu sinni í búðina á viku og hef ég því lært ýmisislegt til að láta matinn endast lengur. Hér er listi af því sem ég geri til þess að láta matinn endast betur heima hjá mér.
- Athugaðu alltaf degsetninguna á öllu því sem þú kaupir. Kauptu einungis það sem er nýtt, það er augljóslega lykillinn að því að láta hlutina endast í ísskápnum heima.
- Athugaðu hvaða mat á að geyma saman og hvað á ekki að geyma saman. Til dæmis ætti ekki að geyma kartöflur og lauk saman en það er gott að geyma kartöflur og epli saman. Athugaðu einnig hvaða matur geymist best við stofuhita og hvað á að geyma í ísskáp. Til dæmis er betra að geyma sítrusávexti í ísskáp.
- Ekki skera grænmetið og ávextina fyrr en það á að borða það. Skorið grænmeti og ávextir skemmast fyrr.
- Planaðu vikumatseðilinn með það í huga að nýta afganga af því sem þú kaupir. Til dæmis ef þú kaupir stóran poka af eplum þá er ráð að koma þeim fyrir í sem flesta rétti svo þau fara ekki til spillis. Gerðu eplasalat, eplaböku og kartöflusalat með eplum.
- Farðu í gegnum ísskápinn áður en þú raðar nýjum vörum í hann, settu elstu vörurnar fremst og nýja matinn innst.
- Það er hægt að lengja líf grænmetis og ávaxta með sítrónusafa. Til dæmis ef þú nærð ekki að klára avocadóið eða eplið þá er hægt að geyma það lengur ferskt með því að hella smá sítrónusafa yfir það.
- Geymdu salat og kál í loftþéttu boxi með eldhúspappír í botninum, þannig dregur eldhúspappírinn í sig raka sem getur fallið af salatinu og myndi annars skemma það.
- Ræktaðu þitt eigið grænmeti á sumrin ef þú átt möguleika á því. Settu til dæmis kál í stóran blómapott út á svölum eða palli ef þú átt ekki stóran garð og vertu með kryddjurtir í blómapottum í eldhúsinu.
- Nýttu grænmeti sem er að fara skemmast í að gera súpur og pottrétti. Gerðu jafnvel stóran skammt og settu afganginn í frystinn.
- Notaðu fyrstinn sem matarbúr. Settu brauð, niðurskorna banana og annað sem er mikið notað á heimilinu en skemmist fljótt, í frystinn. Þannig kemstu upp með að fara sjaldnar í búðina. Einnig ef kjöt er á seinasta neysludegi og þú sérð ekki fram á að geta eldað strax er sniðugt að setja það í frystinn þangað til þú ætlar að elda úr því.