Núna er aldeilis farið að styttast í jólin! Ég verð að viðurkenna að ég er alveg ótrúlega spennt fyrir þessum jólum en við erum að fara halda upp á fyrstu jólin í nýja húsinu okkar sem við byggðum frá grunni.
Kostuð umfjöllun af Iittala
Ég hef aðeins verið að fara í gegnum geymsluna og hægt og rólega finna jólaskrautið okkar sem er búið að vera í geymslu í tvö ár núna (við skreyttum lítið sem ekkert í fyrra þar sem við bjuggum í 29 fm og héldum upp á jólin í Flórída).
Við ákváðum að halda aðeins upp á hvað allt er á réttri braut hjá okkur með húsið með smá matarboði og dekkaði ég upp á aðventuborð.
Þennan aðventukrans smellti ég saman á 10 mínútum og ég er svo ánægð með útkomuna. Aðventukransar þurfa ekki að vera flóknir og taka langan tíma að setja saman. Fyrir mér liggur fegurðin í einfaldleikanum. Ég heillast mest af jólaskrauti sem kalla ekki á of mikla athygli, eru úr náttúrulegum efnum eins og til dæmis við og plöntum, það finnst mér gefa svo notalegt andrúmloft.
Ég vildi hafa aðventukransinn einfaldan, bæði að setja saman og fyrir augað að horfa á, því ákvað ég að setja ekki of mikið skraut á hann, leyfa í staðin hverju skrauti að njóta sín sem mest.
Hlutina í aðventukransinn fékk ég bæði að gjöf og keypti sjálf, það sem ég fékk að gjöf er skáletrað.
Það sem þarf:
- Nappula 4 arma Iittala kertastjaki (fæst í Iittala búðinni Kringlunni)
- Bakki/diskur 30 cm í þvermál
- Lítið og meðal stórt jólatré frá Postulínu (fást hjá Postulínu og í Epal)
- Lítið hvítt hreindýr
- Mosi (keyptur í blómabúð)
- 3 stk þykkblöðungar (keyptir í blómabúð)
- 4 stk könglar
- 3 stk litlar hvítar jólakúlur (keyptar í blómabúð)
Aðferð:
- Byrjað er á því að setja kertastjakann á disk/bakka og leggja svo mosann ofan á, það þarf að rífa mosamottuna í sundur til þess að hann passi á diskinn og armarnir á stjakanum komist upp úr.
- Því næst er þykkblöðungunum raðið inn á milli mosans þar sem hann var rifinn og mosinn togaður til svo það sjáist ekki í neinar raufar.
- Næst fara jólatrén og hreindýrið svo restin af skrautinu.
Í gær vorum við svo með matarboð og að tilefni þess að fyrsti í aðventu er í dag ákvað ég að dekka borðið í þeim anda og leyfi myndum að fylgja með. Vegna þess að ég hef fengið gríðarlegt magn af spurningum um hvar ég fékk hvaða hluti tek ég það fram hér fyrir neðan, aftur merki ég hluti sem ég hef fengið að gjöf með skáletruðu.
- Blár jóladúkur fæst í Bast Kringlunni
- Hvítar og silfurlitaðar tausérvéttur úr Target
- Sporöskjulaga diskar úr Dúka
- Á diskana setti ég greni (fæst t.d. í Bónus og Krónunni) og jólaskraut frá Postulínu
- Svört hnífapör
- Frederik Bagger glös úr Módern
- Svo setti að sjálfsögðu aðventukransinn á borðið.
Þangað til næst!
Jólakveðjur
Linda Ben