







-
Grillaðar lambalærisneiðar með fylltum bökuðum kartöflum
1 1/2 klstGrillaðar lambalærisneiðar með fylltum bökuðum kartöflum, grilluðu rósakáli og hvítlaukssveppum. Ef þú hefur ekki ennþá prófað að fylla bökunarkartöflur þá verður þú að fara demba þér í það, því það er svo svakalega gott! Það er merkilega einfalt líka, maður bakar einfaldlega kartöflurnar eins og vanalega, tekur svo kartöflurnar úr hýðinu varlega án þess að […]
Recipe by Linda -
Súkkulaðiprótein hafrabitar
50 mínSúkkulaðiprótein hafrabitar sem eru stútfullir af góðum trefjum sem gera meltingunni okkar gott. Hafrabitarnir eru einstaklega ljúffengir og sértaklega próteinríkir þar sen þeir eru gerðir úr nýja Örnu+ próteindrykknum sem innihalda 30g prótein 0g eru því frábær leið til að innbyrða góða næringu hvenær sem er dags. Það er upplagt að geyma súkkulaðipróteinbitana í lokuðu […]
Recipe by Linda -
Berjaterta með sætum rjóma
1 klstÞessa sumarlegu köku þarft þú að smakka. Hún er fersk, afskaplega ljúffeng og svolítil nostalgía í henni. Ég notaði Lindu Ben vanillukökumixið mitt sem ég elska og er svo ótrúlega stolt af. Ég elska að fá frá ykkur skilaboð og heyra hvað ykkur finnst um kökumixin mín. Ég er svo þakklát fyrir þessar frábæru viðtökur […]
Recipe by Linda -
Appelsínu smoothieskál sem bætir heilsuna
5 mínÞó það sé komið sumar þá virðast ennþá vera einhverjar leiðindar pestir að ganga. Allavega höfum við hér á þessu heimili verið með einhverja leiðinda pest en erum öll að hressast samt. Ég er búin að vera borða þessa skál oft í þessum veikindum og gefið krökkunum líka. Skálin er stútfull af hollum og góðum […]
Recipe by Linda -
Gamaldags epla galette baka
5 klstGamaldags epla galette baka með vanillu ís er alveg unaðslega góð baka sem þú átt öruggelga eftir að elska. Saman hvert tilefnið er, þá á þessi baka alltaf við. Hún er til dæmis mjög hentug sem eftirréttur eftir góða máltíð, í brunchinn, sunnudagskaffiboðið eða í vinkonuhittinginn. Maður byrjar á því að útbúa bökudeigið en það […]
Recipe by Linda -
Klassísk skúffukaka með kókos
1 klstÞessa klassísku skúffuköku með kókos átt þú eftir að elska. Þetta er skúffukakan eins og hún var til í gamladaga, þessi með þykka glassúrskreminu og kókosnum ofan á. Hún er æðislega góð ein og sér, en ef þú vilt algjörlega toppa þig þá þeytiru smá rjóma og berð fram með henni. Alveg svakalega gott og […]
Recipe by Linda -
Kosningakonfektbakki
5 mínEf það er einhverntíman tilefni til að smella í einn þjóðlegan konfektbakka þá er það þegar verið er að kjósa til forseta landsins. Þessi eftirréttabakki samanstendur af ljúffengu Nóa konfekti, pralínmolum, jarðaberjum, bláberjum og makkarónum. Bakkinn er svo skreyttur með íslenska fánanum en ég fékk bæði fána á tannstönglum og sem confetti í Partýbúðinni. Bakkinn […]
Recipe by Linda -
Caprese tómatsúpa
40 mínCaprese tómatsúpa er eitthvað sem þú verður að smakka ef þú elskar góða tómatsúpu. Tómatsúpan er einstaklega bragðmikil, toppuð með ferskum mozzarella og ferskri basilíku sem gerir hana algjörlega ómótstæðilega. Osturinn bráðnar ofan í súpunni og verður teygjanlegur og svakalega góður. Ef þú vilt gera súpuna ennþá matarmeiri þá mæli ég með að steikja smá […]
Recipe by Linda -
Smash ísterta
1 klst og 15 mínSmash ístertan er alveg einstaklega góð! Hún er afar einföld að útbúa og kjörið að smella í þegar eftirrétturinn þarf að vera fljótlegur, einfaldur en fyrst og fremst bragðggóður. Maður byrjar á því að brjóta niður tilbúinn marengsbotn og setja í botninn á formi. Ég er alltaf hrifin af því að setja hringinn af smelluformi […]
Recipe by Linda -
Appelsínuklúklingur og grænmeti bakað á einni plötu
45 mínÞað er svo þægilegt að elda þennan rétt sem bragðast alveg virkilega vel. Það þarf bara að skera grænmetið niður og svo er allt eldað saman á einni plötu inn í ofninum. Appelsínumarineringin er útbúin í marmilaði, sinnepi, bbq sósu og salt&pipar. Grænmetið sem er bakað með dregur í sig appelsínumarineringuna og verður alveg svakalega […]
Recipe by Linda -
Grillaðir smash hamborgarar án kjöts
30 mínÞessir grilluðu smash hamborgarar án kjöts eru svo góðir! Oumph gerir alveg svakalega bragðgóðar matvörur sem líkjast kjöti en eru án alls kjöts. Borgaranir eru búnir til að mestu úr baunapróteinum en áferðin og bragðið líkjast merkilega mikið venjulegu nautakjötsborgurum. Ég mæli mikið með þessum borgurum fyrir alla. Þetta eru frábærir borgarar fyrir þá sem […]
Recipe by Linda -
Frosnir súkkulaðihjúpaðir skyr og bananabitar (ofnæmisvænt+vegan)
1 klstHér höfum við frosna súkkulaðihjúpaða skyr og bananabita sem eru svo góðir! Maður byrjar á því að skera bananann í bita og blanda saman við þá góðu skyri, ég valdi nýja hafraskyrið frá Veru Örnudóttir sem er með appelsínu og engiferbragðinu. Svo smellir maður blönduni í bita á smjörpappír, hver biti er u.þ.b. 1 msk, […]
Recipe by Linda -
Djúsí ostapasta með nautahakki
30 mínView this post on Instagram A post shared by Linda Ben (@lindaben) Djúsí ostapasta með nautahakki 300 g penne pasta 500 g nautahakk 1/2 laukur 4 hvítlauksgeirar 2 gulrætur 250 g sveppir Salt og pipar eftir smekk 1 tsk oreganó 1/4 tsk rósmarín 1/2 tsk basil 350 g pastasósa 250 ml rjómi frá Örnu Mjólkurvörum […]
Recipe by Linda -
Ommiletta fyllt með cheddarosti og hvítlaukssveppum
10 mínOmmiletta fyllt með cheddarosti og hvítlaukssveppum er einfaldur og virkilega ljúffengur rétttur. Egg er með því hollara sem maður getur borðað og hef ég þá reglu að borða u.þ.b. 2 egg á dag. Egg eru nefninlega “fullt hús matar”, þau innihalda mikið af próteini, hollum fitum, vítamínum og steinefnum. Ommilettan er létt og loftmikil en […]
Recipe by Linda -
Gulur suðrænn próteinsmoothie
5 mínHér höfum við æðislega góðan suðrænan próteindrykk sem kemur öllum í rétta sumarskapið. Næringarríkur próteindrykkur sem er án mjólkur, dýraafurðar og hnetulaus. Hann hentar því vel fyrir alla, líka þá sem eru með ofnæmi og vegan. View this post on Instagram A post shared by Linda Ben (@lindaben) Gulur suðrænn próteindrykkur 1 dl frosinn ananas […]
Recipe by Linda -
Heimabökuð pepperónípizza með ferskum mozzarella og basil
30 mínHér höfum við svo dásamlega góða pepperónípizzu. Eins og svo oft áður er einfaldleikinn svo oft bestur því erum við ekkert að flækja hlutina hér. Hágæða hráefni ráða ríkjum og fá að njóta sín í botn. Ég nota alltaf pizzasósuna frá Mutti en mér finnst hún lang besta pizzasósan. Ég vinn einungis með vörum sem […]
Recipe by Linda -
Súkkulaðikaka með saltkaramellufyllingu
Súkkulaðikaka með saltkaramellufyllingu err eitthvað sem þú verður að smakka! Súkkulaðikakan er útbúin úr kökumixinu mínu – Ljúffeng súkkulaðikaka Lindu Ben, en það er að mínu mati alveg stórkostlega gott og jafnvel betri en að gera súkkulaðiköku frá grunni, að minnsta kosti ekki síðri. Ég er svo yfir mig þakklát fyrir góðu viðbrögðunum sem kökumixin […]
Recipe by Linda -
Prótenríkt brauð með rjómaosti, reyktir bleikju og hleyptum eggjum
10 mínRistað brauð með rjómaosti, reyktri bleikju og eggjum er eitthvað sem ég borða mjög oft eftir morgunæfinguna. Stundum er ég er í stuði og geri hleypt egg, en stundum ef ég er að drífa mig þá sýð ég þau á hefðbundinn máta. Gott brauð skiptir mig mjög miklu máli og að ég sé að fá […]
Recipe by Linda -
Myntusúkkulaðikaka
Þessi myntusúkkulaðikaka er alveg einum of góð! Súkkulaðikakan er útbúin úr kökumixinu mínu – Ljúffeng súkkulaðikaka Lindu Ben, en það er að mínu mati alveg stórkostlega gott. Ég er svo yfir mig þakklát fyrir góðu viðbrögðunum sem kökumixin mín hafa verið að fá um allt land. Myntukremið er klassískt smjörkrem í grunninn með viðbættu Pipp […]
Recipe by Linda -
Matcha & lime chiagrautur
25 mínMatcha og lime chiagrautur sem er ofur hollur og góður. Þessi grautur er stútfullur af góðum innihaldsefnum sem næra líkamann okkar og sál. Matchað vekur líkamann mjúklega en það er einnig mjög andoxurnarefnaríkt. Chiafræin eru rík af trefjum og omega 3 fitusýrum. Hafraskyrið gerir svo chiagrautinn meirar seðjandi og gefur meiri fyllingu í bragðið. Ég margfalda […]
Recipe by Linda -
Vanillukaka með jarðaberja fyllingu og bleiku berjakremi
Þessa sumarlegu köku þarft þú að smakka. Hún er fersk og afskaplega ljúffeng, svo er hún líka svo bleik og sæt sem skemmir ekki fyrir. Ég notaði Lindu Ben vanillukökumixið mitt sem ég elska og er svo ótrúlega stolt af. Ég elska að fá frá ykkur skilaboð og heyra hvað ykkur finnst um kökumixin mín. […]
Recipe by Linda -
Bragðmikill pestó fiskréttur með bræddum osti
30 mínHér höfum við einfaldan en bragðmikinn og ljúffengan pestó fiskrétt með bræddum osti. Þetta er réttur sem ég smelli í þegar ég vil að maturinn sé bragðgóður en ég hef lítinn tíma til að standa yfir pottunum. Það er mismunandi hvaða meðlæti ég hef með þessum rétti en bakaðir sætkartöflubitar og klettasalat klikkar seint. Gott […]
Recipe by Linda -
Stökka og bragðgóða granólað
30 mínÉg er búin að vera prófa mig áfram með heimatilbúið granóla og er á því að ég sé búin að mastera það núna! Að minnsta kosti hef ég aldrei fengið jafn mikið af hrósum fyrir granóla og þetta. Það er svo bragðgott, fullkomlega stökkt og síðast en ekki síst troðfullt af allskonar hollum innihaldsefnum sem […]
Recipe by Linda -
Súkkulaði pönnukökur með rjómasúkkulaðisósu
30 mínÞegar við vorum á Spáni um daginn fórum við á æðislegan brunch stað. Við pöntuðum okkur nokkar rétti til að smakka og einn af þeim réttum var súkkulaðipönnukökur með súkkulaðisósu. Við vorum svo ótrúlega hrifin af þessum rétti og hef ég verið að vinna í að endurgera þennan rétt síðan og loksins tókst það! Þessar […]
Recipe by Linda

























