Linda Ben

Smash “dumpling” tacos

Recipe by
20 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Vaxa | Servings: 4 manns

Smash dumpling tacos er svo svakalega góður og fljótlegur matur.

Þú hefur mögulega tekið eftir smash borgara tacoinu sem hafa verið út um allt á samfélagsmiðlum, hér höfum við dumpling útgáfuna af tacoinu. Ég lofa þér  að þessi útgáfa á ekki eftir að valda þér vonbrigðum. Tacoið er ferskt, djúsí og svo svakalega bragðmikið.

Maður byrjar á því að hræra saman “dumpling” fyllinguna en hún saman stendur af nautahakki, vorlauk, hvítlauk, kóríander, soja sósu, sesam olíu, hvítvínsediki og pipar. Þessu pressar maður svo ofan á litlar vefjur og steikir. Svo toppar maður steiktu vefjurnar með agúrku og baunasprettum og ber fram með dumplingsósu. Þetta er algjör bragðsprengja sem ég er viss um að þú eigir eftir að elska.

Ég kann svo mikið að meta vörurnar frá Vaxa en þau selja vörurnar sínar í akkúrat réttu magni. Til dæmis nota ég allt kóríanderið í pakkanum í þessa uppskrift og allar baunaspírurnar, engin matarsóun og ekkert fer til spillis.

Smash dumpling tacos

Smash dumpling tacos

Smash dumpling tacos

Smash dumpling tacos

Smash dumpling tacos

Smash dumpling tacos

Smash dumpling tacos

  • 500 g nautahakk
  • 4 stk vorlaukar
  • 35 g kóríader frá Vaxa
  • 3 hvítlauksrif
  • 2 cm engifer
  • 2 msk soja sósa með minna salti
  • 1 msk sesam olía
  • 1 tsk hvítvínsedik (eða hrísgrjóna edik)
  • Pipar
  • 12 litlar vefjur
  • 1/2 agúrka
  • 15 baunasprettur frá Vaxa

Dumpling sósa

  • 4 msk soja sósa með minna salti
  • 3 msk chilí olía
  • 1 msk hvítvínsedik (eða hrísgrjóna edik)
  • 1 msk sesam olía
  • 2 hvítlauksgeirar

Aðferð:

  1. Setjið nautahakk í skál, skerið vorlaukinn og kóríanderið smátt niður og bætið í skálina. Rífið hvítlaukinn og engiferið á rifjárni út í skálina. Bætið soja sósu, sesam olíu og hvítvínsediki í skálina, blandið öllu vel saman.
  2. Skiptið hakkinu á 12 litlar vefjur. Sléttið úr og pressið hakkinu á vefjurnar.
  3. Steikið vefjurnar, hakk hliðin niður fyrst í nokkrar mín, hitinn þarf að vera meðal hár á pönnunni. Snúið svo vefjunni þannig að vefjuhliðin snúi niður í smá stund, setjið svo á bakka og endurtakið fyrir hinar vefjurnar.
  4. Á meðan vefjurnar eru að steikjast skerið niður agúrku í litla bita og útbúið sósuna.
  5. Setjið soja sósu, chilí olíu, hvítvínsedik og sesam olíu í skál. Rífið hvítlauksggeira út í og hrærið saman.
  6. Þegar vefjurnar eru allar tilbúnar raðið þá agúrkubitum ofan á og baunasprettum. Toppið með dumpling sósunni.
  7. Brjótið vefjurnar saman til helminga og bítið í.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Smash dumpling tacos

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5