Hér höfum við svo góðar vöfflur sem eru einfaldar og fljótlegar að útbúa.
Maður byrjar á því að útbúa karamelluna og sker bananana út í hana og pekanhnetur. Svo ristar maður vöfflurnar og ber þær fram með karamellu bönununum og rjómaís. Hvort sem vöfflurnar eru borðnar fram í brunchinum, kaffiboðinu eða í eftirrétt munu þær slá í gegn þar sem þær eru alveg svakalega góðar!
Ég mæli mikið með að prófa þessar frosnu vöfflur frá Dely sem fást í Krónunni og Samkaup. Þær eru betri en mig hefði grunað. Það er hægt að kaupa þær bæði með súkkulaðibitum og án. Það er að sjálfsögðu hægt að bera þær fram á klassíska vegu, þ.e. með rjóma og sultu, en það er líka gaman að bera vöfflurnar (sem eru án súkkulaði) með rjómaosti, reyktum laxi og capers.
Fljótlegar vöffflur með karamellu bönunum og rjómaís
- Toaster waffles frá Dely með súkkulaðibitum
- 60 g smjör
- 90 g púðursykur
- 2 tsk vanilludropar
- 1/2 tsk kanill
- 50 g pekanhnetur
- 2-3 bananar (fer eftir stærð)
- Vanillu rjómaís
Aðferð:
- Setjið smjör og púðursykur á pönnu, bræðið varlega saman á vægum hita.
- Bætið vanilludropum og kanil út á pönnuna og hrærið saman við.
- Skerið bananana niður og bætið út á pönnnuna ásamt pekanhnetum, leyfið þessu að malla í 2-3 mín eða þar til bananarnir eru orðnir mjúkir.
- Ristiði vöfflurnar og setjið á disk, berið fram með karamellu bönununum og rjómaís.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar