Hér er að finna þrjár uppskriftir af köldum sósum sem gott er að hafa með allskonar mat. Þær eiga það sameiginlegt að taka enga stund að smella saman, ekkert vesen og afskaplega einfalt allt saman.
Karrý sósa
- 2 dl majónes
- 2 tsk karrý
- 1 msk sinnep
- Safi úr ½ lime
- Salt og pipar
Aðferð:
- Blandið öllum innihaldsefnum saman, smakkið til með salti og pipar.
Alioli sósa
- 2 dl majónes
- 1 lítill hvítlaukur eða 3 rif
- Safi úr ½ sítrónu
- Salt og pipar eftir smekk
Aðferð:
- Blandið öllum innihaldsefnum saman og kryddið til með salti og pipar.
Trufflu majónes
- 2 dl majónes
- ½ lítill hvítlaukur eða 1 hvítlauksrif
- ½ dl trufflu olía
- salt og pipar eftir smekk
Aðferð:
- Blamdið öllum innihaldsefnum saman og smakkið til með salti og pipar.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar, Linda Ben
Category: