Linda Ben

Æðislega gott heimagert, einfalt og fljótlegt rautt pestó!

Recipe by
5-10 mín
| Servings: um það bil 200 ml

Það er fátt betra en gott pestó ofan á brauð með hinu fullkomna avocadó, eitthvað sem ég gæti borðað á hverjum degi án þess að fá nokkurntíman leið á því.

Þetta er eitt langbesta pestó sem ég hef nokkurtíman smakkað!

Mér finnst alltaf best þegar það er ekki of mikið maukað, en það er smekksatriði og þið ráðið sjálf hversu fínt þið maukið það.

Þið verðið ekki svikin af þessu holla og ofur góða pestói!

Rautt pestó, uppskrift:

  • 10 basil lauf
  • 2 hvítlaukar
  • 2 msk ólífuolía
  • 10 svartar ólífur
  • 1 krukka sólþurrkaðir tómatar með olíunni
  • 1 lúka kasjúhnetur
  • salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Basil lauf og hvítlauksgeirarnir eru maukaðir saman fínt ásamt ólífuolíunni.
  2. Setjið ólífurnar, sólþurrkuðu tómatana og kasjúhneturnar útí og maukið létt.
  3. Kryddið með salt og pipar eftir smekk.

Ég elska að sjá réttina sem þið gerið með uppskriftunum mínum og því hvet ég ykkur til að merkja myndirnar ykkar #lindulostæti 

Fylgist með á Instagram!

Heimagert rautt pestó

Heimagert rautt pestó

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5