Linda Ben

Alvöru Cheesecake factory ostakaka með jarðaberjatoppi

Recipe by
1 klst
Cook: Unnið í samstarfi við Cheesecake Factory á Íslandi | Servings: 6 manns

Alvöru Cheesecake factory ostakaka með jarðaberjatoppi.

Ég má til með að deila með ykkur þessari stórkostlegu ostaköku sem ég keypti tilbúna út í búð. Um er að ræða alvöru Cheesecake Factory ostaköku, og þá er ég að meina, það er sama uppskrift notuð í þessa köku og þær sem eru bornar fram á Cheesecake Factory veitingastöðunum. Hún bragðast því alveg eins og þær gera á veitingastöðunum frægu.

Ostakakan er algjörlega himnesk! Hún er silkimjúk og afskaplega bragðgóð, ein af þessum sem er ekki hægt að taka bara einn bita af, maður einfaldlega verður að fá sneið.

Kakan kemur tilbúin frosin í pakkanum en það tekur aðeins 1-2 klst að afþýða hana. Hún kemur í umbúðum sem auðvelt er að taka hana úr, sem mér finnst skipta mjög miklu máli, til þess að það sé auðvelt að bera hana fallega fram í matarboðum og veislum, því þessi kaka á svo sannarlega heima á fallegum veisluborðum.

Ég útbjó jarðaberjasósu til að bera fram með kökunni og fannst það fanga amerísku stemminguna fullkomlega. Sósan er afskaplega einföld og fljótleg. Ég notaði frosin jarðaber í sósuna en það er hægt að nota fersk líka ef maður vill. Sósan geymist svo í lokuðu íláti inn í ísskáp í viku, það er að segja, ef hún klárast ekki öll strax.

Cheesecake Factory ostakakan er nett, 15 cm í þvermál, hæfileg fyrir u.þ.b. 6 manns myndi ég áætla. Hún fæst í Krónunni og í Bónus.

Alvöru Cheesecake factory ostakaka með jarðaberjatoppi

Alvöru Cheesecake factory ostakaka með jarðaberjatoppi

Alvöru Cheesecake factory ostakaka með jarðaberjatoppi

  • Cheesecake Factory at home Orginal Cheesecake
  • 400 g jarðaber (frosin eða fersk, ég notaði frosin)
  • ½ dl vatn
  • 1 msk kornsterkja (maizena mjöl)
  • 40 g sykur
  • Börkur af ½ sítrónu

Aðferð:

  1. Takið ostakökuna úr frystinum, mælt er með að setja hana inn í ísskáp og afþýða hana þar í 8 klst, en ég klikkaði á því og setti hana beint á kökudiskinn upp á borð en þar tók það um það bil klukkutíma að afþýða hana.
  2. Setjið jarðaberin í pott, kveikið undir og stillið á meðal hita.
  3. Setjið vatn og kornsterkju í skál, blandið saman og hellið yfir jarðaberin ásamt sykrinum. Blandið saman.
  4. Rífið börkinn (aðeins gula hlutann) af sítrónunni yfir jarðaberin og hrærið reglulega í, í u.þ.b. 5 mín eða þar til berin eru orðin mjúk og sósan farin að þykkna.
  5. Leyfið sósunni að kólna og hellið svo hluta af henni ofan á kökuna. Setjið eins mikið magn og ykkur finnst passa. Þið getið borið restina af sósunni fram með kökunni í skál, eða geymt í lokuðu íláti inn í ísskáp og neytið innan við viku.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Alvöru Cheesecake factory ostakaka með jarðaberjatoppi

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5