Linda Ben

Alvöru gúrme grillhamborgarar

Recipe by
30 mín

Ég hef áður gefið ykkur uppskrift af hamborgurum með piparosti inní og er það orðið hefð á mínu heimili að gera það. Ef þið prófið það þá skiljiði afhverju maður fer hreinlega ekki til baka í venjulega hakkið.

alvöru grillhamborgarar

Í þessari uppskrift legg ég áherslu á meðlætið. Góð hamborgarabrauð leggja grunninn að góðum hamborgara. Hér pensla ég þau með hvítlaukssmjöri áður en þau eru grilluð, toppa borgarann með hvítlauks sveppa “mauki”, cheddar osti og alioli sósu.

alvöru grillhamborgarar

Mér hefur alltaf líkað lang best við brauðin frá Gæðabakstri þar sem þau eru alltaf mjúk, molna ekki og eru virkilega bragðgóð.

alvöru grillhamborgarar

Ég sýndi hvernig þessir hamborgarar voru gerðir skref fyrir skref á Instagram í story, svo ef þú hefur gaman að því að fylgja einni sem hefur alveg gríðarlega gaman að því að elda og baka þá mæli ég með að þú fylgist með Istagraminu mínu, ég heiti LindaBen á Instagram.

Alvöru grillhamborgarar

  • 1 bakki nautahakk
  • ½ piparostur, rifinn
  • Hamborgarakrydd
  • 4 hamborgarabrauð
  • Cheddar ostur
  • 100 g smjör
  • 2 hvítlauksrif
  • 5-10 sveppir, smátt saxaðir
  • grænmeti (t.d. salat, gúrka og tómatur)
  • Alioli sósa

Aðferð:

  1. Kveikið á grillinu.
  2. Rífið piparostinn niður og setjið ásamt hakkinu í stóra skál, hnoðið saman þangað til allt klístrast vel saman en ekki þannig að það verði eins og kjötfars.
  3. Vigið hakkið og deilið í fjóra hluta. Vigtið nákvæmlega í hvern borgara fyrir sig og pressið í hakkið í hamborgarapressu.
  4. Kryddið hamborgarana með hamborgarakryddi og setjið á bakka til að taka með út, skerið ostsneiðar ca 2 sneiðar á hvern borgara og setjið á bakkann ásamt hamborgarakryddinu.
  5. Skolið grænmetið, þerrið vel og skerið það niður.
  6. Skerið sveppina smátt niður, setjið um það bil 30 g af smjöri á pönnuna og steikið sveppina. Skerið niður eitt hvítlauksrif og steikið létt með sveppunum, setjið svo sveppina í skál.
  7. Bræðið afganginn af smjörinu og skerið hvítlaukinn smátt niður. Látið hvítlaukinn út á smjörið og leyfið honum að hitna aðeins í smjörinu en ekki steikja hann. Takið hamborgarabrauðin í sundur og penslið þau að innan létt. Setjið á bakkann.
  8. Takið bakkann með ykkur að grillinu, byrjið á því að grilla hamborgarana og kryddið þá á hliðinni sem sneri niður áðan. Snúið hamborgurunum þegar blóðsafi fer að koma upp úr þeim, grillið þá í nokkrar mín á þeirri hlið og setjið svo ostinn á.
  9. Grillið brauðin á báðum hliðum létt þangað til þau eru aðeins byrjuð að brúnast.
  10. Smyrjið brauðin með alioli sósu, setjið grænmetið neðst, svo borgarann og toppið með sveppa maukinu.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

alvöru grillhamborgarar

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Þessi færsla var unnin í samstarfi við Gæðabakstur.

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5