Linda Ben

Guðdómlega mjúkir og léttir amerískir kleinuhringir með glassúri sem sanna að heimatilbúið er alltaf betra!

Recipe by
12 tímar
Prep: 11 tímar og 30 mín | Cook: 30 mín | Servings: 15 kleinuhringir

Heimagerðir djúpsteiktir kleinuhringir hafa lengi verið á „to do” listanum hjá mér. Það sem ég var ánægð að drífa mig í þá um daginn, þeir voru svo svakalega góðir og allir elskuðu þá!

Þessir kleinuhringir eru guðdómlega léttir og mjúkir, eiginlega alltof góðir!

Það er mikilvægt að leyfa kleinuhringjunum að hefast vel, annars eru þeir ekki flóknir að gera en krefjast þolinmæði.

Heimagerðir amerískir kleinuhringir, uppskrift

Heimagerðir amerískir kleinuhringir, uppskrift

Kleinuhringir uppskrift:

  • 1 dl sykur
  • 3 dl mjólk
  • 3 tsk þurrger
  • 2 stór egg
  • 150 g smjör
  • 10 dl hveiti
  • 1 tsk salt
  • 1 kg palmin steikingarfeiti

Aðferð:

  1. Hitið mjólkina þangað til hún verður fingurvolg og bætið út í hana sykri og geri. Hrærið létt saman og geymið í 10 mín.
  2. Hrærið saman eggin létt í hrærivélaskál, bræðið smjörið og hellið því út í eggin mjög rólega á meðan hrært er í blöndunni. Bætið út í mjólkurblöndunni og blandið létt saman.
  3. Notið krókinn á hrærivélinni og mjög rólegan hraða á meðan hveiti og salti er bætt út í eggjablönduna. Setjið um það bil 1 dl af hveiti út í í einu og látið blandast vel saman á milli. Mikilvægt er að hafa hrærivélina stilla á rólegan hraða og taka sér góðan tíma í að setja hveitið út í til að ekki myndist kekkir.
  4. Þegar allt hveitið hefur blandast vel saman við er deigið sett í smurða skál og henni lokað með plastfilmu. Setjið skálina í ísskáp og leyfið henni að vera þar yfir nótt.
  5. Næsta morgun er skálin tekin út úr ísskápnum og leyft að hefast við stofuhita í 1-2 klst. Gott getur verið að setja skálina á hlýjan stað til að deigið hefist hraðar.
  6. Dreifið hveiti á borðið og fletjið deigið vel út þangað til það er orðið 0,5 cm þykkt. Notið tvö hring smákökuform, eitt stórt og eitt lítið, til að skera út kleinuhringina.
  7. Mjög mikilvægt er að setja viskustykki ofan á kleinuhringina og leyfa þeim að hefast aftur í 2 tíma eða þangað til þeir eru orðnir þykkir eins og við þekkjum kleinuhringi.
  8. Bræðið steikingarfeitið í potti. Mikilvægt er að hafa alltaf brunateppi eða slökkvitæki við hönd þegar það er verið að djúpsteikja. Hitið olíuna rólega í pottinum og ekki setja lokið á. Ef þið eigið matvælahitamæli þá á hitinn á olíunni að vera 175°C en ef ekki þá getið þið prófað hitann á olíunni með því að setja deig ofan í pottinn, ef deigið flýtur strax og sýður ofan í pottinum þá er olían orðin nógu heit.
  9. Setjið kleinuhring varlega ofan í pottinn, hann á að fljóta, sjóða og púffast svolítið upp. Steikið hann á einni hlið í um það bil 30 sek eða þangað til kleinuhringurinn verður brúnn. Snúið honum svo við með spaða og steikið hann á hinni hliðinni þangað til hún er líka orðin brún.
  10. Setjið kleinuhringina á bakka með eldhúspappír til að ná sem mest af steikingarfeitingu af.
  11. Leyfið kleinuhringunum að kólna fullkomlega áður en þeir eru skreyttir.

Kleinuhringir uppskrift

Heimagerðir amerískir kleinuhringir, uppskrift

Glassúr, uppskrift:

  • 250 g flórsykur
  • 2 msk rjómi
  • 1 dropi bleikur matarlitur (eða annar litur)

Aðferð:

  1. Setjið flórsykurinn í skál og bætið rjómanum rólega út í á meðan þið hrærið stanslaust í, gætuð þurft meira eða minna af rjómanum til að fá þá þykkt af glassúri sem þið viljið. Bætið svo út í matarlit og hrærið saman.

Heimagerðir amerískir kleinuhringir, uppskrift

 

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5