Linda Ben

Ananas smoothie með döðlum

Recipe by
5 mín
| Servings: Unnið í samstarfi við Minute Maid

Í dag er ég gengin 39 viker með stelpuna okkar. Ég gekk aðeins 38 vikur og 4 daga með eldri strákinn svo mér líður hálfvegis eins og ég sé gengin fram yfir sem ég er auðvitað ekki. En spennan leynir sér ekki!

Ég hef eins og margar aðrar óléttar konur á sama stað og ég, lesið mig til um hvað sé hægt að borða til að hvetja fram fæðingu. Þar má helst nefna ananas og döðlur, best þykir að borða kjarnann í ananasnum til að koma af stað fæðingu.

Þar sem kjarninn í ananasnum þykir ekkert sérlega bragðgóður smellti ég honum í smoothie með allskonar öðru góðgæti og útkoman varð suðrænn og frískandi smoothie. Ég hvet alla til þess að smakka en það er þó algjör óþarfi að hafa kjarnann með í drykknum nema þú sért einnig í fæðingar hugleiðingum.

Ananas smoothie með döðlum

Ananas smoothie með döðlum

Ananas smoothie með döðlum

Ananas smoothie með döðlum

  • 1/2 ananas
  • 1 banani
  • 3 döðlur
  • 1 dl kókos
  • Mjög mikið af klökum
  • 2 dl Minute Maid epla safi

Aðferð:

  1. Allt sett saman í blandara og blandað.

Ananas smoothie með döðlum

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5