Linda Ben

Appelsínu og túrmerik drykkur sem bætir heilsu og útlit

Recipe by
5 mín
| Servings: 300 ml

Túrmerik hefur fjölmörg heilsubætandi áhrif. Það hefur verið sýnt fram á að það hafi bólguhamlandi áhrif á líkamann. Þannig stuðlar það að bættri geðheilsu, minni liðarverkjum, minnkar líkur á krabbameini, hefur góð áhrif á útlitið og margt fleira. Appelsínur og mangó eru meðal annars rík af C-vítamíni en það hefur einnig fjölmörg heilsubætandi áhrif.

Þessi drykkur er ekki bara hollur heldur alveg dásamlega góður líka!

Appelsínu og túrmerik drykkur sem bætir heilsu og útlit:

  • 1 appelsína
  • 1 mangó
  • hálfur lítill bútur af fersku túrmerik (um það bil 1,5 cm)
  • Vatn að MAX línunni

Aðferð:

  1. Afhýðið appelsínuna og mangóið.
  2. Rífið túrmerikið með rifjárni
  3. Setjið allt í lítið Nutribullet glas, fyllið að MAX línunni með vatni og blandið.

 

C vítamín drykkur sem bætir ónæmiskerfið

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben 🙂

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5