Linda Ben

Appelsínu smoothieskál sem bætir heilsuna

Recipe by
5 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Veru Örnudóttir

Þó það sé komið sumar þá virðast ennþá vera einhverjar leiðindar pestir að ganga. Allavega höfum við hér á þessu heimili verið með einhverja leiðinda pest en erum öll að hressast samt.

Ég er búin að vera borða þessa skál oft í þessum veikindum og gefið krökkunum líka. Skálin er stútfull af hollum og góðum næringarefnum sem styrkja og bæta ónæmiskerfið. Virkilega bragðgóð hollusta sem þú átt örugglega eftir að elska.

Appelsínu smoothieskál

Appelsínu smoothieskál

Appelsínu smoothieskál

Appelsínu smoothieskál

  • 1 appelsína
  • 2 gulrætur
  • 1 cm engifer
  • 1 frosinn banani
  • 150 g hafraskyr frá Veru Örnudóttir með appelsínu og engifer
  • Klakar

Toppur

  1. Bananasneiðar
  2. Bláber
  3. Granóla

Aðferð:

  1. Setjið afhýdda appelsínu, gulrætir, engifer, frosinn banana og hafraskyr í blandara ásamt klökum og blandið þar til orðið að þykkum drykk.
  2. Hellið í skál og toppið með bananasneiðum, bláberjum og granóla.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Appelsínu smoothieskál

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5