Linda Ben

Stökka og bragðgóða granólað

Recipe by
30 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Veru Örnudóttir

Ég er búin að vera prófa mig áfram með heimatilbúið granóla og er á því að ég sé búin að mastera það núna! Að minnsta kosti hef ég aldrei fengið jafn mikið af hrósum fyrir granóla og þetta.

Það er svo bragðgott, fullkomlega stökkt og síðast en ekki síst troðfullt af allskonar hollum innihaldsefnum sem næra líkamann og sál.

Fullkomið til að njóta með uppáhalds skyrinu eða jógúrtinu.

Stökka og bragðgóða granólað

Stökka og bragðgóða granólað

Stökka og bragðgóða granólað

Stökka og bragðgóða granólað

Stökka og bragðgóða granólað

 • 300 g hafrar
 • 50 g möndlur
 • 50 g pekan hnetur
 • 50 g graskersfræ
 • 70 g kókosflögur
 • 2 tsk kanill
 • 1/2 tsk salt
 • 1 dl hlynsíróp
 • 110 g brædd kókosolía
 • 1 tsk vanilludropar
 • 1 eggjahvíta
 • 50 g goji ber
 • 70 g saxaðar döðlur

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 160°C, undir og yfir hita.
 2. Setjið hafra, saxaðar möndlur, saxaðar pekanhnetur, graskersfræ, kókosflögur, kanil og salt í skál. Hrærið saman.
 3. Setjið hlynsíróp, brædda kókosolíu og vanilludropa í skál og blandið saman.
 4. Hellið kókosolíu blöndunni út í þurrefnablönduna og blandið öllu saman þannig allt verði hjúpað í olíu.
 5. Þeytið eggjahvítuna þar til millisstífir toppar hafa myndast. Blandið öllu vel saman.
 6. Hellið blöndunni á smjörpappísklædda ofnplötu, dreifið úr blöndunni þannig að hún þekji alla plötuna og pressið hana niður. Bakið í 20-25 mín eða þar til granólað er aðeins byrjað að gyllast.
 7. Takið úr ofninum og á meðan það er ennþá heitt, dreifið goji berjum og söxuðum döðlum yfir, látið það kólna fullkomlega.
 8. Brjótið það gróft upp og geymið í lokuðu íláti.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

Category:

2 Reviews

 1. Arnheiður

  Vá hvað þetta er gott. Átti ekki gojiber og lítið af döðlum svo notaði trönuber á móti sem kom ekki að sök. Átti elkki heldur bóg af kókosolíu svo notaði venulega á móti. Besta granóla sem hef snakkað!

  Star
 2. Linda

  En ótrúlega gaman að heyra! Takk fyrir að láta mig vita 🥰🥰

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5