Linda Ben

Appelsínuklúklingur og grænmeti bakað á einni plötu

Recipe by
45 mín
Cook: Unnið i samstarfi við ÍSAM | Servings: 4 manns

Það er svo þægilegt að elda þennan rétt sem bragðast alveg virkilega vel. Það þarf bara að skera grænmetið niður og svo er allt eldað saman á einni plötu inn í ofninum. Appelsínumarineringin er útbúin í marmilaði, sinnepi, bbq sósu og salt&pipar.

Grænmetið sem er bakað með dregur í sig appelsínumarineringuna og verður alveg svakalega gott.

Ég mæli með að bera þennan rétt fram með kaldri appelsínusósunni en uppskriftin af henni er hér fyrir neðan, svo passar alveg svakalega vel að hafa ferskt rósmarín líka með.

Appelsínuklúklingur og grænmeti bakað á einni plötu

Appelsínuklúklingur og grænmeti bakað á einni plötu

Appelsínuklúklingur og grænmeti bakað á einni plötu

Appelsínuklúklingur og grænmeti bakað á einni plötu

 • 800 g kjúklingalæri
 • 1/2 grasker (butternut)
 • 1 eggaldin
 • 500 g rósakál
 • Ólífu olía
 • Ferskt rósmarín

Appelsínumarinering

 • 284 g (1 krukka) St. Dalfour appelsínu marmilaði
 • 2 tsk Dijon sinnep
 • 2 tsk bbq sósa
 • Salt og pipar

Köld appelsínudressing

 • 2 dl majónes
 • 1 tsk hunang
 • 1 tsk dijon sinnep
 • 1 hvítlauksgeiri
 • 1 msk St. Dalfour appelsínu marmilaði
 • Salt og pipar

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, undir og yfir hita.
 2. Skerið graskerið, eggaldinið og rósakálið niður og raðið á smjörpappírsklædda ofnplötuna. Raðið kjúklingnum einnig á plötuna, dreifið ólífu olíu og salti yfir allt, piprið einnig kjúklinginn og bakið í 20 mín.
 3. Hrærið saman marmilaðinu, dijon sinnepi og bbq sósu, salti og pipar, veltið kjúklingnum upp úr sósunni og raðið aftur á plötuna, hellið svo blöndunni yfir allt á plötunni og hrærið svolítið svo allt hjúpist í sósunni. Bakið áfram í a.m.k. 20 mín eða þar til kjúklingurinn er byrjaður að brúnast og hann er eldaður í gegn.
 4. Hrærið sósunni saman með því að setja majónes, hunangg, sinnep, marmilaði, salt og pipar í skál. Rífið hvítlauksgeirann út í og hrærið öllu saman.
 5. Skerið niiður ferskt rósmarín og dreifið yfir réttinn áður en þið berið hann fram.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Appelsínuklúklingur og grænmeti bakað á einni plötu

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5