Linda Ben

Áramótasnakksprengja með bræddum osti

Recipe by
20 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Nóa Síríus

Áramótasnakksprengja með bræddum osti er skemmtileg leið til að bera fram snakkið um áramótin.

Uppskriftin er alveg einstaklega einföld en maður bræðir ost í ofni, ég notaði gullost núna en það er líka mjög gott að nota camembert (notaðu það sem þér þykir betra). Svo sker maður ostinn niður svo hann flæði um eldfastamótið, setur svolítið hunang yfir og stingur svo papriku Pringles snakkinu ofan í ostinn.

Ef þú lofar mér að fara rosa varlega, þá er skemmtilegt að setja stjörnuljós ofan í snakkið, en þau geta verið svolítið völt og geta dottið. Það er því ekki ráðlagt að labba um með brennandi heitt mótið og stjörnuljós logandi.

Það er best að bera þetta fram eins heitt og möguleiki er, það er svo gott þegar osturinn er alveg vel heitur, bráðinn og teygjanlegur. Svo vill maður heldur ekki að snakkið sé búið að vera of lengi ofan í ostinum.

Áramótasnakksprengja með bræddum ostiÁramótasnakksprengja með bræddum osti

Áramótasnakksprengja með bræddum osti

Áramótasnakksprengja með bræddum osti

Áramótasnakksprengja með bræddum osti

Áramótasnakksprengja með bræddum osti

  • 2 stk gull eða camembert ostar (veldu það sem þér þykir betra)
  • 1-2 msk hunang
  • 1 staukur papriku Pringles snakk

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 180°C, undir og yfir hita.
  2. Setjið ostana í eldfastmót og bakið þá í u.þ.b. 15-20 mín.
  3. Skerið ostana niður svo þeir flæði um eldfastamótið, setjið hunang yfir.
  4. Raðið Pringles snakkinu ofan í ostinn og berið strax fram á meðan osturinn er ennþá mjög heitur og fljótandi. Hægt er að setja stjörnuljós ofan í snakkið en það þarf þá að tryggja það vel að þau standi alveg stöðug og farið mjög varlega (ég mæli t.d. ekki með að labba um með eldfastamótið og kveikt á stjörnuljósunum)

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Áramótasnakksprengja með bræddum osti

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5