Linda Ben

Auðveldir og fljótlegir veisluréttir fyrir Þakkargjörðarhátíðina

Recipe by
1,5 klst

Friendsgiving er aflsappaðri útgáfa af frægu Þakkagjörðar (e. Thanksgiving) hátíðinni. Í staðin fyrir matarboð með fjölskyldunni sem Bandaríkjamönnum finnst oft á tíðum frekar stíf, þá halda þau veislu þar sem vinum er boðið og andrúmsloftið er aflsappaðra.
_MG_2298

_MG_2282
_MG_2314

Ég gerði mína útgáfu af Friendsgiving hátíðinni til að gefa ykkur hugmynd um hversu auðvelt það er að skella upp glæsilegri en á sama tíma afslappari veislu/partýi á met tíma. Hér má finna uppskriftir af auðveldu snarli og mat sem hentar vel til að bera fram hvort sem það er partý eða veisla. Þessar uppskriftir eiga það sameiginlegt að það er hægt að kaupa öll innihaldsefnin í einni búð (í mesta lagi tveimur en það fer eftir því hvar þú verslar), réttirnir eru allir mjög einfaldir, fljótlegir og bragðast frábærlega!

_MG_2303

Það vita það nefninlega ekki allir að það er auðvelt að skella upp glæsilegri veislu á einfaldan hátt með góðu ímyndurnarafli og rétta hugarfarinu. Þetta er fljótleg veisla sem hver sem er getur skellt upp á augabragði.

_MG_2283

_MG_22mn42

Ostabakki:

 • Jarðaber
 • Bláber
 • Brómber
 • græn vínber
 • grænar ólífur
 • Rósmarín stilkar
 • Ritz kex
 • Tekex
 • Mini ristað brauð
 • Papriku ostur
 • Cheddar Ostur
 • Gráðostur
 • Primadonna
 • Gullostur
 • Chorizo
 • Hráskinka

_MG_2291

_MG_2272

Kjötbollur

 • 1 pakki hakk
 • 1/2 pakki ritz kex
 • 1/2 laukur mjög fínt saxaður
 • 1 egg
 • 1/2 rifinn piparostur
 • 1 msk Honey Garlic krydd frá weber eða samskonar krydd
 • Sweet chilli sósa
 • Chilli og rósmarín sem skraut

Aðferð:

 1. Setjið hakkið, brotið ritz kex, smátt saxaðan lauk, egg, rifinn piparost og krydd í frekar stóra skál.
 2. Hnoðið hakkið í litlar kúlur, fallegra að reyna að hafa þær allar jafn stórar (hægt að nota vigt).
 3. Steikið bollurnar á pönnu við meðal háan hita þangað til þær eru eldaðar í gegn.
 4. Raðið á fallegt fat, hellið sweet chilli sósu yfir og skreytið með rósmarín og rauðum chilli.

_MG_2258

Snittubrauð með laxi

 • Gott snittubrauð
 • Reyktur lax
 • Rjómaostur
 • Ferskt dill
 • Svartur pipar

Aðferð:

 1. Skerið snittubrauðið í sneiðar, smyrjið sneiðarnar með rjómaosti
 2. Skerið laxinn niður og raðið á brauðið.
 3. Skreytið með fersku dilli og svörtum pipar.

_MG_2268

Guacomole

 • 2 stk avocadó
 • 2 msk sýrður rjómi 18%
 • 1 stórt hvítlauksrif
 • 1 msk lime safi
 • skreytt með rauðum chilli
 • Góðar maís snakkflögur

Aðferð:

 1. Setjið avocadó, sýrðan rjóma, hvítlauksrif og lime safa í matvinnsluvél, maukið og setjið í fallega skál.
 2. Skreytið með rauðu chilli og berið fram með góðu snakki.

_MG_2297

Kjúklingavængir með gráðostasósu

 • Tilbúnir sterkir kjúklingavængir
 • Sterk kjúklingavængja sósa
 • 1 lítil dós majónes
 • 1/2 gráðostur, rifinn niður
 • 1 hvítlauksrif
 • svartur pipar og salt

Aðferð:

 1. Raðið vængjunum á ofnplötu með smjörpappír, hitið inn í ofni við 200°C í 20 mín.
 2. Blandið saman majónesi, rifnuð gráðosti og pressuðu hvítlauksrifi.
 3. Smakkið til með salti og pipar.
 4. Setjið sósuna í fallega skál og berið fram með vængjunum.

Vonandi komið þið til með að geta nýtt ykkur þessar uppskriftir!

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ég minni þig á að fylgjast með mér á Instagram en þar er ég oft að elda og baka og sýni “step-by-step” frá matseldinni. Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Ykkar Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5