Linda Ben

Auðvelt kjúklingapasta með spínati og tómötum

Recipe by
30 mín
Prep: 20 mín | Cook: 10 mín | Servings: 4 manns

Þægilegt kjúklingapasta með spínati og tómötum

Auðvelur, fljótlegur og bragðgóður pastaréttur sem er fullur af hollu og góðu grænmeti. Þessi réttur er eldaður á einni pönnu, fyrst er kjúklingurinn steiktur og tekinn til hliðar, svo er grænmetið steikt á sömu pönnu og hún ekki þrifinn á milli. Þannig notum við bragðið af kjúklingnum betur þannig að sósan verður bragðmeiri og betri.

Kjúklingapasta með spínati og tómötum

Þægilegt kjúklingapasta með spínati og tómötum

Auðvelt kjúklingapasta með spínati og tómötum, uppskrift:

  • 3 Kjúklingabringur
  • 250 gróft penne pasta
  • 1 tsk papriku krydd
  • ½ tsk timían
  • ½ tsk basil
  • ½ tsk oregano
  • 2 stk hvítlauksrif
  • 150 g spínat
  • 8 kirsuberjatómatar
  • Hvítlauks ostur, rifinn
  • 200 ml rjómi

Aðferð:

  1. Setjið vatn í pott og sjóðið.
  2. Á meðan suðan er að koma upp þá byrjið þið á að skera kjúklingabringurnar í bita stóra hluta.
  3. Kryddið kjúklingabringurnar með papriku kryddi, timían, basil og oregano. Steikið kjúklingabitana á pönnu þangað til þeir eru eldaðir í gegn og setjið svo á disk með álpappír yfir.
  4. Ef suðan er komin upp í pottinum þá setjið þið ½ tsk salt í vatnið og ólífu olíu, setjið svo pastað ofan í pottinn og sjóðið þangað til það er tilbúið.
  5. Á sömu pönnu á vægum hita steikið þið 2 hvítlauksrif sem hafa verið skorin smátt niður, tómatana og spínatið.
  6. Hellið rjómanum yfir pönnuna og rífið hvítlauksostinn. Látið suðuna koma rólega upp.
  7. Setjið kjúklinginn aftur á pönnuna og látið malla stutta stund.
  8. Þegar pastað er tilbúð hellið þið vatninu af því og setjið á pönnuna, blandið saman.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu hana á Instagram með #lindulostæti

Fylgistu með á Instagram!

Auðvelt kjúklingapasta með spínati og tómötum

Njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í Kosti.

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5