Linda Ben

Ávaxta crumble

Recipe by
45 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Finn Crisp á Íslandi

Hér höfum við alveg dásamlegan eftirrétt sem smellpassar við síðsumarsstemminguna sem er í gangi núna. Hún er full af ljúffengum ferskum ávöxtum en hrökkkexlagið kemur með hlýja og notalega stemmingu í réttinn. Borin fram með rjóma er þessi ávaxta crumble að fara slá í gegn hvar sem er.

Þessi eftirréttur flokkast alveg klárlega með hollari eftirréttunum þar sem hann inniheldur lítinn viðbættan sykur, inniheldur hollt heilkorna hrökkkex og ávexti. Það er líka voða fljótlegt að smella þessu saman og því er ekkert í þeirri fyrirstöðu að smella í þetta með stuttum fyrirvara.

Ef þig langar í sumarlegan eftirrétt en býrð á íslandi þar sem rignir svo gott sem endalaust þá er þetta eftirrétturinn fyrir þig.

Ávaxta crumble

Ávaxta crumble

Ávaxta Crumble

Ávaxtalag

  • 3 meðal lítil epli
  • 3 nektarínur
  • 100g hrásykur
  • 50 g smjör
  • 1 msk kartöflumjöl

Crumble-lag

  • 100 g finn crisp hrökkbrauð
  • 50 g hrásykur
  • 50 g smjör

Rjómi

  • 250 ml rjómi

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C, undir og yfir hita.
  2. Skerið eplin og nektarínurnar í frekar litla bita (þannig að u.þ.b. 2-3 bitar passi í teskeið) og setjið í skál.
  3. Bræðið smjörið og blandið sykrinum saman við það. Hellið smjörblöndunni yfir ávextina og blandið saman við.
  4. Bætið kartöflumjölinu út í og blandið saman við ávaxtablönduna.
  5. Skiptið blöndunni á milli 6 ofnheldra bolla eða litilla móta, bakið í 15 mín.
  6. Setjið Finn Crisp hrökkbrauð í matvinnsluvél ásamt hrásykri og myljið gróft niður. Bræðið smjörið og blandið því saman við.
  7. Dreifið hrökkkexblöndunni yfir ávaxtablönduna u.þ.b. 2 msk yfir hvern bolla, og bakið í 15 mín í viðbót.
  8. Þeytið rjómann og skiptið á milli bollana, berið fram volgt.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Ávaxta crumble

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5