Linda Ben

Ávaxtabaka með grísku jógúrti

Recipe by
Cook: Unnið í samstarfi við Innocent á Íslandi

Hér höfum við ávaxtaböku sem er fullkomin til að bera fram í morgunmat eða brunch. Hún er holl og afar ljúffeng. Það er einfalt að smella í hana en maður einfaldlega blandar saman höfrum, hnetum og fræjum og myndar botninn. Smyr svo grísku jógúrti yfir og dreifir allskonar ávöxtum yfir jógúrtið. Einfalt, fljótlegt, hollt og gott! Það er upplagt að smella í þessa kvöldið áður og geyma í kæli yfir nótt.

Það er tilvalið að bera þessa fallegu ávaxtaböku með bragðgóða ávaxtasafanum frá Innocent en hann er svo vorlegur og fallegur á litinn. Innocent safarnir innihalda einungis ávexti, grænmeti og vítamín ekkert annað, eintóm hollusta hér á ferð.

Innocent safarnir eru unnir á umhverfisvænan hátt en til að mynda er verksmiðjan þar sem Innocent safarnir eru búnir til í er “carbon neutral”.

Innocent eru stöðugt að þróa nýja safa sem koma til móts við mismunandi þarfir neytenda. Núna voru að koma tveir nýjir Innocent smoothie drykkir sem innihalda 33% minna af ávaxtasykri sem mér finnst alveg frábær nýjung. Enginn af Innocent söfunum innihaldur viðbættan sykur. Safarnir sem innihalda minni ávaxtasykur innihalda einfaldlega ávexti sem innihalda minni ávaxtasykur frá náttúrunnar hendi. Þeir bragðast líka hreint út sagt dásamlega.

Ávaxtabaka með grísku jógúrti Innocent safi

Ávaxtabaka með grísku jógúrti Innocent safi

Ávaxtabaka með grísku jógúrti Innocent safi

Ávaxtabaka með grísku jógúrti Innocent safi

Ávaxtabaka með grísku jógúrti Innocent safi

Ávaxtabaka með grísku jógúrti

  • 200 g hafrar
  • 1 msk hörfræ
  • 1 msk graskersfræ
  • 50 g möndlur
  • 40 g kasjúhnetur
  • 30 g valhnetur
  • 120 g smjör
  • 80 ml hunang
  • 500 g grískt jógúrt
  • Ávextir og ber (ég notaði ananas, hindber, jarðaber og bláber

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á undir og yfir og 180°C.
  2. Setjið hafra, hörfræ og graskersfræ í skál.
  3. Setjið möndlur, kasjúhnetur og valhnetur í matvinnsluvél og myljið létt, bætið út í skálina.
  4. Bræðið smjörið og bætið út í skálina ásamt hunanginu, blandið öllu vel saman.
  5. Þrýstið deiginu út botninn á lausbotna bökuformi sem er 20×30 cm stór (eða álíka stórt) eða í smelluform sem er 25 cm í þvermál. Þrýstið deiginu þannig að það fari upp á hliðarformsins og myndi þannig brún.
  6. Bakið í 15 mín og kælið svo kökuna.
  7. Þegar botninn er orðinn kaldur þá helliði grísku jógúrtinu yfir, passið að það nái ekki upp yfir kantana.
  8. Skerið ávextina niður og dreifið þeim yfir jógúrtið.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Ávaxtabaka með grísku jógúrti Innocent safi

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5