Linda Ben

Ávaxtasalat – Íslenski fáninn

Recipe by
5 - 10 mín

Til að gera þetta fallega fána ávaxtasalat notaði skrautspegil úr IKEA en þeir eru mikið notaðir heima hjá mér undir skrautmuni og mat. Hægt er að nota hvaða ferhyrningslaga disk eða platta sem er. Magnið sem þið þurfið fer eftir því hversu stór diskurinn sem þið notið er.

Ávaxtasalat, íslenski fáninn, dressing

Ávaxtasalat, Íslenski fáninn:

 • 2 stórar öskjur af bláberjum
 • 1 stór askja af jarðaberjum
 • mini sykurpúðar

Aðferð:

 1. Skolið jarðaberin og bláberin vel og þurrkið þá á eldhúspappír.
 2. Raðið jarðaberjunum fyrst.
 3. Næst raðið þið bláberjunum.
 4. Dreifið sykurpúðunum á milli bláberjanna og jarðaberjanna.

Ávaxtasalat, íslenski fáninn, dressing

Með þessu fallega ávaxta salati gerði ég dressingu sem passar fullkomlega með og setur punktinn yfir i-ið þegar kemur að ávaxtasalötum.

Ávaxtasalats dressing, uppskrift:

 • 250 ml rjómi
 • 2 msk grískt jógúrt
 • safinn úr ¼ lime
 • 1 lúka mynta, smátt skorin

Aðferð:

 1. Þeytið rjómann.
 2. Blandið gríska jógúrtinu varlega saman við.
 3. Kreystið ¼ lime út á.
 4. Skerið lúku af myntu smátt niður og blandið saman við.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu hana á Instagram með #lindulostæti

Fylgistu með á Instagram!

Ávaxtasalat, íslenski fáninn, dressing

Njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Mini sykurpúðar fást í Kosti

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5