Linda Ben

Avocadó sósa sem slær alltaf í gegn – Myndband

Recipe by
10 mín

Þessi ótrúlega einfalda avocadó sósa slær allstaðar í gegn þar sem hún kemur við sögu.

Mamma byrjaði upphaflega að gera þessa sósu í forrétt með snakki. Ég og maðurinn minn byrjuðum svo að gera þessa sósu líka, þegar við höfum boðið upp á hana í matarboði þá klikkar það einfaldlega ekki að fólk biður alltaf um uppskriftina. Þessi sósa er nefninlega svo ótrúlega einföld og gríðarlega góð!

 

Lang besta gríska jógúrtin kemur úr smiðju Örnu mjólkurvörur eins og svo margt annað. Hún er silki mjúk og mjög bragðgóð. Það besta við hana að mínu mati er að hún inniheldur fitu, en er ekki fat free eins og margar aðrar. Eins og svo margir vita þá eru matvörur sem innihalda fitu eru oft á tíðum hollari fyrir okkur heldur en þær sem eru fat free.

Það er hægt að nota þessa sósu á ótal marga vegu:

 • Sem ídýfu með snakki
 • Sem sósu á taco’s
 • Á hamborgara
 • Salatdressing
 • Sem álegg á brauð
 • Ídýfa með niðurskornu grænmeti
 • … og fjölmargar aðrir möguleikar, látið hugmyndaflugið ráða

_MG_4953

_MG_4957

_MG_4960

Avocadó sósa

 • 2 avocadó
 • 2 hvítlauksgeirar (eða 3 litlir)
 • 3 msk grísk jógúrt frá Örnu
 • 1 lítið búnt kóríander
 • Safi úr 1 lime
 • Salt og pipar

Aðferð:

 1. Blandið öllu saman í matvinnsluvél.
 2. Setjið í fallega skál og skreytið með lime sneiðum og kóríander.

_MG_5333

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

 Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Njóttu vel!

Þín, Linda Ben

Þessi færsla er kostuð en það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunni.

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5