Linda Ben

Bakaður brie með kashew hnetum og fíkjum

Recipe by
30 mín
Prep: 10 mín | Cook: 20 mín

Þessi bakaði brie er ekki bara fallegur heldur er hann alveg dásamlega góður. Osturinn er topparður með fíkju sultu, þurrristuðum kasjúhnetum og þurrkuðum fíkjum.

Hnetur eru fullar af fitu sem er holl og góð fyrir hjartað og líkamann í heildsinni. Einnig finnur þú prótein, vítamín og steinefni í hnetum. Þess vegna eru hnetur tilvaldar ef nart-tilfinningin kemur upp hvenær sem er yfir daginn.

En því miður eru allar hnetur ekki eins góðar. Mikilvægt er að forðast hnetur sem eru forpakkaðar og ristaðar í olíu, það á að borða þær hráar eða þurrristaðar. Þess vegna vel ég að borða kasjúhneturnar sem eru þurr ristaðar og veltar upp úr sjávarsalti sem gerir þær alveg ótrúlega bragðgóðar.

Hnetur eru líka frábært viðbót með mat, það eru fáir sem vita að það er sérstaklega gott að borða þurrkaða ávexti með hnetum þar sem það hægir á meltingunni og líkaminn nýtur alla þá dásemd sem hnetur innihalda.

Hnetur og þurrkaðir ávextir voru einmitt það sem ég hafði í huga þegar ég gerði þennan bakaða brie. Það mætti þess vegna segja að þetta sé hálfgerður hollustu ostur. Ég tala nú ekki um ef þú færð þér eitt rauðvínsglas með, það er nefninlega stútfullt af hollum andoxunarefnum eins og alheimurinn veit.

_MG_6099

_MG_6112

_MG_6113

_MG_6115       _MG_6136

Bakaður brie með kashew hnetum og fíkjum

 • 1 brie
 • 1,5 msk fíkju sulta
 • 1 dl þurr ristaðar kasjúhnetur
 • 4 þurrkaðar fíkjur, skornar í sneiðar
 • ½ dl þurrkuð trönuber
 • Baguette eða kex

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C.
 2. Setjið ostinn á ofnheldan disk eða fat. Setjið sultuna yfir ostinn og smyjið henni örlítið yfir hann, á samt að vera frekar þykkt lag ofan á.
 3. Skerið niður fíkjurnar, trönuberin og blandið saman við kasjúhneturnar, hellið blöndunni yfir ostinn
 4. Bakið ostinn inn í ofni í 20 mín eða þangað til osturinn gefur vel eftir ef komið er við hann.
 5. Berið fram með ristuðu baguette eða kexi.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

 Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

_MG_6119

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5