Linda Ben

Banana chiabúðingur

Recipe by
15 mín
| Servings: 1 búðingur

Morgunmatur sem bragðast eins og eftirréttur og er hollur og nærandi. Þennan áttu eftir að elska!

Banana chiabúðingurinn er einfaldur að gera. Maður setur hafrrajógúrt, chia fræ og frosinn banana í blandara og setur í glas ásamt bananasneiðum og granóla. Það er hægt að njóta búðingsins strax en það er líka mjög gott að geyma hann. Með því að loka honum strax er hægt að geyma hann í 2 daga inn í ísskáp.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben Fylgistu með á Instagram! Fylgstu með á Tiktok! Njótið vel! Ykkar Banana chia búðingur

Banana chia búðingur

Banana chia búðingur

Banana chia búðingur

  • 200 ml hafrajógúrt með kókos og vanillu
  • 1 frosinn banani
  • 1 msk chia fræ
  • 1/2 banani
  • granóla

Aðferð:

  1. Setjið hafrajógúrt, frrosinn banana og chia fræ í blandara, blandið þar til fræin eru vel maukuð saman við jógúrtið, tekur u.þ.b. 1-2 mín með góðum blandara.
  2. Setjið helminginn af blöndunni í glas, skerið 1/2 bananann í sneiðar, setjið helminginn af þeim ofan á jógúrtið og granóla yfir.
  3. Setjið það sem eftir er af jógúrtinu yfir, toppið með því sem eftir er af bananasneiðunum og skreytið með granóla.
  4. Ef þið viljið geyma búðinginn, lokið þá glasinu með loki eða plastfilmu, geymist í mest 2 daga.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Banana chia búðingur

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5