Linda Ben

Banana og hindberja smoothie 

Recipe by
5 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Veru Örnudóttir | Servings: 2 drykkir

Þessi banana og hindberja smoothie er jafn góður og hann er fallegur. Sætur og góður á bragðið, áferðin þykk og ljúffeng.

Þetta er matarmikill smoothie sem gefur góða seddu í maga. Hreina jógúrtið frá Veru passar svo vel í þennan drykk, ggefur drykknum mjúka áferð og gerir hann matarmeiri. Ef þú vilt auka próteinið ennþá meira þá er í góðu lagi að bæta próteindufti út í, ég mæli með hreinu eða vanillubragði.

Banana og hindberja smoothie

Banana og hindberja smoothie

Banana og hindberja smoothie

Banana og hindberja smoothie

  • 3 frosnir bananar
  • 1 msk valhnetur
  • 1 msk möndlusmjör (má skipta yfir í hnetusmjör)
  • 200 g hafrajógúrt að grískum hætti – hrein frá Veru Örnudóttir
  • Smá vatn (ef þarf)
  • 2 dl frosin hindber + meira til að skreyta drykkina

Aðferð:

  1. Setjið bananana í blandara ásamt valhnetum, möndlusmjöri og hafrajógúrti, blandið saman. Ef þetta er of stíft fyrir blandarann þá má setja 2-3 msk vatn út í.
  2. Setjið 2/3 af drykknum í glös en skiljið rest eftir í blandaranum og bætið hindberjum í blandarann og 1/2 dl af vatni, blandið og hellið í glösin.
  3. Hrærið drykkjunum örlítið saman með skeið eða röri.
  4. Skreytið með frosnum hindberjum

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

Banana og hindberja smoothie

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5