Linda Ben

Bananarúllan hennar ömmu

Recipe by
30 mín
Prep: 20 mín | Cook: 10 mín

Þessi kaka var lang uppáhalds kakan mín sem barn. Ég hef ekki smakkað hana frá því að ég var u.þ.b. 7 ára en þá gátum ég og systir mín nánast borðað heila rúllutertu einar. Það var ótrúlega gaman að finna þessa gömlu uppskrift aftur frá ömmu Dúu og ferðast aðeins aftur í tímann.

Súkkulaði banana rúllutertan hennar ömmu

Súkkulaði banana rúllutertan hennar ömmu

Súkkulaði banana rúllutertan hennar ömmu

Mig minnir að kakan hafi verið aðeins fallegri þegar amma gerði hana en upprúllunartæknin hlýtur að koma með æfingunni.

Súkkulaði banana rúllutertan hennar ömmu

Bananarúllan hennar ömmu:

 • 3 egg
 • 2  dl sykur
 • 1 msk hveiti
 • ½ dl kartöflumjöl
 • 1 tsk lyftiduft
 • 2 msk kakó
 • 2-3 bananar
 • 250 ml rjómi

Aðferð:

 1. Stillið ofninn á 230°C
 2. Setjið egg og sykur saman í hrærivél og þeytið mjög vel saman í nokkrar mín.
 3. Blandið saman hveiti, kartöflumjöli, lyftidufti og kakói og sigtið yfir eggjablönduna. Blandið saman með sleikju.
 4. Setjið smjörpappír í 23×34 cm form, brjótið smjörpappírinn vel ofan í formið svo hornin eru greinileg. Hellið deiginu ofan í formið og bakið í 8-10 mín. Kakan á að vera bökuð í gegn en samt ennþá mjög mjúk og nánast hreifanleg í miðjunni.
 5. Látið kökuna kólna í nokkrar mín, setjið smjörpappír á borðið og setjið flórsykur á pappírinn. Hvolfið kökunni mjög hratt á smjörpappírinn með flórsykrinum. Látið kökuna kólna alveg áður en þið takið smjörpappírinn af sem kakan var bökuð í. Fjarlægið hann svo af mjög varlega.
 6. Skerið bananana niður í frekar þunnar sneiðar og þekjið kökuna í bönunum.
 7. Þeytið rjómann og smyrjið honum yfir alla kökuna.
 8. Frá langhlið rúllið kökuna varlega upp, notið smjörpappírinn undir kökunni til að rúlla henni þétt upp.
 9. Flytjið kökuna á kökudisk. Setjið flórsykur í sigti og sigtið létt yfir kökuna.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu hana á Instagram með #lindulostæti

Fylgistu með á Instagram!

Súkkulaði banana rúllutertan hennar ömmu

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5