Linda Ben

Basil Aioli sósa

Recipe by
10 mín

Basil Aioli sósa passar vel með flest öllum mat, til dæmis kjúkling, fiski eða pasta.

Sósan er einföld í framkvæmd og inniheldur einungis 5 innihaldsefni. Maður byrjar á því að mauka saman basil lauf, hvítlauk og smá majónes í matvinnsluvél, svo blandar maður því mauki saman við meira majónes og kryddar til með salti og pipar.

Basil Aioli sósa

Basil Aioli sósa

  • 2 hvítlauksgeirar
  • Fersk basil, u.þ.b. 1 dl af saman þjöppuðum laufum
  • 250 g majónes
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Maukið saman hvítlauk, basil og 1 msk majónes í lítilli matvinnsluvél eða með töfrasprota.
  2. Setjið restina af majónesinu í skál og bandið maukinu saman við með t.d. skeið eða litlum þeytara. Smakkið til með salti og pipar.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben svo ég sjái afraksturinn.

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Basil Aioli sósa

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5