Linda Ben

Basil pestó pasta með klettasalti og furuhnetum (vegan)

Recipe by
15 mín
Cook: Unnið í samstarfi við ÍSAM

Basil pestó pasta með klettasalti og furuhnetum.

Hér höfum við alveg ótrúlega góðan pastarétt sem er virkilega einfaldur og fljótlegur, en síðast en ekki síst algjörlega ómótsæðilega bragðgóður.

Það tekur aðeins 15 mínútur að útbúa þennan vegan pastarétt. Maður einfaldlega setur soðið pasta í skál ásamt öllum hinum innihaldsefnunum og blandar saman. Einfaldara gerist það varla.

Einfaldur og fljótlegur vegan réttur eins og hann gerist bestur.

Basil pestó pasta með klettasalti og furuhnetum

Basil pestó pasta með klettasalti og furuhnetum

Basil pestó pasta með klettasalti og furuhnetum

  • 250 g spagettí
  • 1 krukka (190 g) vegan basil pestó frá Sacla
  • 35 g furuhnetur
  • 1 tsk chillí flögur
  • Safi úr ½ sítrónu
  • 100 g klettasalat
  • Parmesan ostur (vegan útgáfa)
  • Hágæða ólífu olía

Aðferð:

  1. Sjóðið spagettíið samkvæmt leiðbeiningum og setjið það svo í stóra skál.
  2. Bætið út í skálina vegan basil pestó, furuhnetum, chillí flögum, safa úr 1/2 sítrónu, klettasalati og parmesan osti, blandið öllu vel saman.
  3. Berið fram með auka parmesan osti og hágæða ólífu olíu.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Basil pestó pasta með klettasalti og furuhnetum

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5