Linda Ben

Berjasmoothie skál

Recipe by
5 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Nóa Síríus

Til þess að fá þessa djúsí þykku áferð er mikilvægt að setja ekki of mikið af vatni í blandarann, byrjið á því að setja aðeins minna af vatni en ég mæli með og bætið svo við ef ykkur finnst vanta.

Látið svo blandarann ganga svolítið svo hann nái að þeyta allt vel saman og fá loft í blönduna, þannig verður smoothie-inn svona ljós og léttur.

Til þess að frysta banana er best að skera hann í sneiðar fyrst og setja svo þannig í frystinn.

Það besta við þennan smoothie er að það má að sjálfsögðu breyta því sem maður setur í hann og geri ég það reglulega eftir því hvað ég á til í frystinum, stundum sleppi ég t.d. banana ef ég á ekki banana til.

Það sem mér finnst algjör lykill við góða smoothie skál er að toppa hana með góðu múslíi, oftar en ekki þá vel ég að toppa skálarnar mínar með Kellogs Crunchy múslíinu en það er svo ótrúlega bragðgott.

Berja smoothie skál

Berja smoothie skál

Berja smoothie skál

  • ½ frosinn banani
  • 1 ½ dl frosið mangó
  • 1 dl frosin bláber
  • 1 ½ dl frosin jarðaber
  • 1 msk goji ber
  • 1 msk hampfræ
  • 1 msk möndlur
  • 1 msk acai duft
  • 30 g súkkulaði prótein
  • U.þ.b 200 ml vatn

Toppur

  • Kellogs Crunchy Múslí
  • Bananasneiðar

Aðferð:

  • Setjið allt saman í blandara, byrjið á að setja 150 ml vatn í blandarann og setjið svo meira eftir þörfum.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Berja smoothie skál

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5