Linda Ben

Berjaterta með sætum rjóma

Recipe by
1 klst
| Servings: 8 - 10 manns

Þessa sumarlegu köku þarft þú að smakka. Hún er fersk, afskaplega ljúffeng og svolítil nostalgía í henni.

Ég notaði Lindu Ben vanillukökumixið mitt sem ég elska og er svo ótrúlega stolt af. Ég elska að fá frá ykkur skilaboð og heyra hvað ykkur finnst um kökumixin mín. Ég er svo þakklát fyrir þessar frábæru viðtökur sem kökumixin hafa fengið. Þau eru fáanleg í öllum Hagkaups og Krónuverslunum um land allt.

Er þú búin/n að prófa vanillukökumixið?

Berjaterta með sætum rjóma

Berjaterta með sætum rjóma

Berjaterta með sætum rjóma

Berjaterta með sætum rjóma

Berjaterta með sætum rjóma

  • Ljúffeng vanillukaka Lindu Ben – Þurrefnablanda
  • 3 egg
  • 150 g brætt smjör /150 ml bragðlítil olía
  • 1 dl vatn

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C, undir og yfir hita.
  2. Setjið þurrefnablönduna í skál ásamt, eggjum, bræddu smjöri og vatni og hrærið saman.
  3. Skiptið deiginu á milli tveggja 20 cm smurðra smelluforma og bakið í u.þ.b. 25 mín eða þar til kökurnar eru bakaðar í gegn.
  4. Kælið botnana.

Sætur rjómi

  • 300 ml rjómi
  • 250 g flórsykur
  • U.þ.b. 100 g hindberjasulta
  • Jarðaber
  • Bláber
  • Hindber

Aðferð:

  1. Setjið rjoma og flórsykur í skál og þeytið rjómann þar til hann er orðinn nokkuð stífur en passið samt að ofþeyta ekki.
  2. Smyrjið sultunni á botnana.
  3. 1/3 af rjómanum á neðri botninn og örlítið af bláberjum og niður skornum jarðaberjum. Setjið hinn botninn ofan á. Setjið það sem eftir er af rjómanum á efri botninn og skreytið með berjum.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Berjaterta með sætum rjóma

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5