Linda Ben

Besta brownie kakan

Recipe by
1 klst
Cook: Unnið í samstarfi við Nóa Síríus | Servings: 9 sneiðar eða 36 litlir bitar

Góð brownie á alltaf vel við, sérstaklega extra góð, djúsí og svolítið klessuleg sem er með stökkum köntum.

Þessi brownie er einmitt þannig. Þétt, djúsí og klessuleg þannig að hún heldur vel lögun á disk en bráðnar strax í munni.

Það sem ég elska mest við brownie, svona fyrir utan bragðið, er hversu svakalega einfalt það er að smella í hana, við erum að tala um að það þarf ekki einu sinni að nota hrærivélina, sem mér finnst alltaf plús.

Þess vegna smelli ég mjög oft í brownie þegar ég er með veislur eða matarboð. Þetta slær alltaf í gegn og ég þarf ekki að hafa neitt fyrir bakstrinum.

Það er mjög gott að skera brownie kökuna í minni bita þegar verið að bera hana fram í standandi veislum. Það er fallegt að sigta smá flórsykri yfir hana og skera jarðaber ofan á. Svo raðar maður bitunum á fallegan bakka og veislugestirnir geta náð sér í einn bita af brownie og þurfa ekki að hafa disk og gaffal.

Í matarboðum er betra að skera kökuna í aðeins stærri sneiðar og jafnvel bera hana fram með vanilluís.

Besta brownie kakan

Besta brownie kakan

Besta brownie kakan

Besta brownie kakan

Besta brownie kakan

Besta brownie kakan

 • 180 g smjör
 • 300 g sykur
 • 200 g suðusúkkulaði
 • 150 g hveiti
 • 40 g kakó
 • 4 egg
 • 150 g barón súkkulaði

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C, undir og yfir hita.
 2. Setjið smjör og sykur í pott, hitið rólega svo smjörið bráðni. Haldið áfram að hita blönduna og leyfið henni að malla varlega í nokkrar mínútur eða þar til sykurkornin eru aðeins farin að minnka og blandan orðin meira sírópskennd. Takið af hitanum og leyfið blöndunni að kólna svolítið.
 3. Setjið hveiti og kakó saman í skál.
 4. Hellið smjör og sykurblöndunni í skál, setjið suðusúkkulaðið ofan í skálina og hrærið þar til súkkulaðið hefur bráðnað saman við.
 5. Bætið eggjunum út í blönduna og hrærið.
 6. Bætið hveiti og kakó út í og hrærið. Skerið barón súkkulaðið í bita og blandið saman við deigið.
 7. Setjið smjörpappír í 25×25 cm stórt form og hellið deiginu í formið. Bakið í u.þ.b. 30 mín eða þar til stökk himna hefur myndast yfir kökunni og endarnir eru alveg bakaðir í gegn.
 8. Leyfið kökunni að kólna fullkomnlega áður en hún er skorin.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Besta brownie kakan

 

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5