Linda Ben

Bestu þorskhnakkarnir í hvítlauksrjómaostasósunni

Recipe by
30 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Örnu Mjólkurvörur | Servings: 4 manns

Ef þú ert á því að fiskur sé vondur, þá er ég á því að þessi fiskréttur muni algjörlega afsanna þá kenningu hjá þér. Þessi fiskréttur er einstaklega djúsí og mjög seðjandi. Sósan líkist meira sósu sem maður er vanur að fá með rjómapasta heldur en fisk. Fiskurinn sjálfur er steiktur með kryddhveitihjúp sem gerir hann virkilega góðan.

Ég bar þorskinn fram með ofnbökuðu graskeri (butternut squash) og smjörsteiktu rósakáli og kom það virkilega vel út. Til þess að úttbúa graskerið byrjaði ég á að skera það í helming, fræhreinsa það og skræla börkinn af. Svo skar ég það í sneiðar, setti í eldfat mót með ólífu olíu og salti og bakaði í 200°C heitum ofni í 30 mín. Smjörsteikta rósakálið gerði ég með því að skera það í helminga, setja vel af smjöri í pönnu með loki og steikja það á öllum hliðum þar til mjúkt í gegn.

Þorskhnakkar í rjómaostasósu

Þorskhnakkar í rjómaostasósu

Þorskhnakkar í rjómaostasósu

Þorskhnakkar í rjómaostasósu

Bestu þorskhnakkarnir í hvítlauksrjómaostasósunni

  • 1 kg þorskhnakkar
  • 1 egg
  • 200 g hveiti
  • 1/2 msk paprikukrydd
  • Salt og pipar
  • 1/2 msk oreganó
  • 3 msk smjör (skipt í nokkra hluta)
  • 1/2 laukur
  • 4 hvítlauksgeirar
  • 250 g sveppir
  • 350 ml rjómi frá Örnu Mjólkurvörum
  • 1/2 sveppakraftur (teningur)
  • 150 g hvítlauksostur frá Örnu Mjólkurvörum
  • Fersk steinselja (má sleppa)

Aðferð:

  1. Skerið þorskhnakkana niður í þægilega stóra bita.
  2. Hrærið eggið saman í skál.
  3. Setjið hveiti, paprikukrydd, salt&pipar og oreganó í skál, hrærið saman.
  4. Veltið þorskhnökkunum fyrtt upp úr egginu og svo hveitiblöndunni. Setjið smjör á pönnuna og steikið þorskinn upp úr smjöri á báðum hliðum þar til hjúpurinn er orðinn gullin brúnn og fiskurinn eldaður í gegn.
  5. Á meðan þorskurinn er að steikjast, skerið þá laukinn, hvítlaukinn og sveppina smátt niður. Steikið í potti upp úr smjöri, þegar sveppirnir og laukurinn er orðinn mjúkur í gegn, bætið þá rjómanum út í og sveppakraftinum. Rífið hvítlaukskryddostinn út í og kryddið með salti og pipar. Látið malla þar osturinn hefur bráðnað saman við. Hellið sósunni þá yfir þorskinn á pönnunni, dreifið ferskri steinselju yfir.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Category:

2 Reviews

  1. David

    Þetta var geggjað!! Þurfti að stoppa mig frá því að borða allan matinn!! 😀

    Star
  2. Linda

    Frábært, en gaman að heyra! Takk fyrir að láta mig vita 😊

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5