Linda Ben

Bíó kropps brownie

Recipe by
40 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Nóa Síríus

Hér höfum við þessa klassísku góðu brownie sem margir ættu að kannast við, en með alveg ótrúlega góðum krönsí snúning þar sem búið er að setja Bíó Kropp bæði í deigið og mylja það ofan á kökuna. Það gerir þessa klassísku blautu og klístruðu köku algjörlega ómótstæðilega!

Kakan er afar einföld og þarf ekki hrærivél í að græja hana. Maður einfaldlega bræðir saman smjör og súkkulaði, blandar því saman við egg, sykur og hveiti. Bætir Bíó kroppinu út í og bakar. Svo toppar maður með meira Bíó kroppi og kakan er tilbúin.

Hægt er að gera þessa köku daginn áður ef maður vill, en ég mæli samt alveg með því að borða hana volga nýbaðaka með ís, það er bara eitthvað svo ómóstæðilegt við það.

Bíó kropps brownie

Bíó kropps brownie

Bíó kropps brownie

Bíó kropps brownie

Bíó kropps brownie

Bíó Kropps Brownie

  • 200 g smjör
  • 200 g suðusúkkulaði frá Nóa Síríus
  • 3 egg
  • 200 g sykur
  • 50 g hveiti
  • 200 g Bíó Kropp frá Nóa Síríus

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C, undir+yfir hita.
  2. Bræðið saman smjör og súkkulaðið.
  3. Hrærið saman eggin og sykurinn í annari skál.
  4. Bætið súkkulaðiblöndunni út í eggjablönduna og hrærið saman, bætið hveitinu út í og hrærið.
  5. Setjið 150 g Bíó kropp út í deigið og hrærið.
  6. Setjið smjörpappír í 25×25 cm form (eða álíka stórt form) og hellið deiginu ofan í formið. Bakið í 30-35 mín eða þar til kantarnir eru byrjaðir harðna en miðjan er ennþá mjúk.
  7. Skerið 50 g Bíó kropp niður og dreifið yfir kökuna á meðan hún er ennþá heit. Kælið kökuna og skerið svo í bita.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

Bíó kropps brownie

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5