Linda Ben

Bjór marineraður Pulled-Pork borgari

Recipe by
3 tímar og 45 mín
Prep: 30 mín | Cook: 3 klst og 15 mín | Servings: 10 manns + (sjá athugasemd)

Pulled pork eða rifið svínakjöt er eitthvað sem margir hafa prófað á veitingastöðum en jafnvel ekki prófað að elda heima. Það er þó mikið einfaldara en maður myndi halda.IMG_3948

_MG_3956

_MG_3961

_MG_3962

_MG_3969

_MG_3983

_MG_4021

Ég byrjaði á því að fjarlægja fituna af svínabógnum og kryddaði steikina svo mjög vel. Setti inn í mjög heitann ofn, hellti bjór yfir og lækkaði hitann. Útkoman var hreint út sagt stórkostleg! Kjöt hrundi gjörsamlega af beinunum, og þá er ég ekki að ýkja, beinið sem kom af steikinni var nánast hreint þegar ég var að tæta kjötið. Þið sem trúið mér ekki geta kíkt á Instagramið mitt og skoðað story hjá mér sem heitir Pulled Pork

Þó svo að tíminn sem það tekur að elda þetta sé svolítill, þá þarf maður að gera voðalega lítið. Ég var frekar upptekin þennan dag sem ég eldaði kjötið og þurfti því nokkrum sinnum að slökkva á ofninum í miðjum klíðum og skreppa út úr húsi. Það gerði kjötið bara betra. Þið getið þó gengið úr skugga um að sá tími sem ég gef upp er akkurat og því þurfið þið að sjálfsögðu ekki að slökkva og kveikja á ofninum. Ég vildi einfaldlega segja ykkur frá þessum möguleika ef þið miklið of mikið fyrir ykkur að hafa kveikt á ofninum í 3 ½ tíma (eins og ég).

Af einum svínabóg er alveg mjög mikið kjöt sem dugar í um það bil 10 pulled pork borgara. Við erum nú samt bara 3 í heimili og því borðuðum við aðeins 3 borgara og nýttum svo afgangana af kjötinu í allskonar útfærslum. Til dæmis er hægt að nota pulled svínakjöt í vefjur, í pítur og ofan á pizzu.

Bjór og hamborgara elskendur, takið gleði ykkar, þetta er eðal uppskrift samin með ykkur í huga.

Bjór leginn pulled pork borgari:

  • 1 lítil/meðal stór bóg svínasteik
  • 3 stk hvítlauksduft
  • 3 tsk salt
  • 3 tsk svartur pipar
  • 1 tsk chilli flögur
  • 2 tsk sinneps krydd (duft)
  • 4-5 hvítlauksgeirar
  • 330 ml bjór
  • 8 hamborgarabrauð
  • 2 dl bbq sósa
  • 1 msk sósuþykkir

Aðferð:

  1. Stillið ofninn á 230ºC.
  2. Fjarlægið fitulagið af svína bógnum.
  3. Blandið kryddunum saman í skál, pressið hvítlaukinn einnig út í og nuddið kjötinu upp úr kryddinu þannig það þekji allt kjötið.
  4. Setjið kjötið í ofnheldan pott með þéttu loki t.d. steypujárns pott (það er einnig hægt að nota gott eldfast mót og loka því vel með nokkrum lögum af álpappír), bakið kjötið í 45 mín.
  5. Lækkið hitann á ofninum niður í 160°C og hellið 1 stk Stella Artoise bjór yfir kjötið, setjið lokið aftur á og haldið áfram að baka það í 2 ½ tíma.
  6. Takið kjötið varlega upp úr pottinum, það á að vera við það að hrynja í sundur, svo notið góð áhöld til að taka það upp úr pottinum. Geymið soðið í pottinum og setjið kjötið á skurðarbretti.
  7. Setjið pottinn á hellu og sjóðið soðið. Bætið út í bbq sósu og sósu þykkjara, sjóðið í ca 5 mín.
  8. Rífið kjötið á skurðarbrettinu og setjið í fallegt mót eða skál, hellið sósunni yfir og blandið saman.
  9. Útbúið hrásalatið (uppskrift hér fyrir neðan) og hitið hamborgarabrauðin, raðið svo öllu saman og njótið!

_MG_4001

Hrásalat:

  • ¼ rauðkáls haus
  • ¼ kínakáls haus
  • 3 gulrætur
  • 1 msk majónes
  • 1 msk sýrður rjómi
  • safi úr ½ sítrónu

Aðferð:

  1. Skerið kálhausana og gulræturnar niður í mjóar lengjur.
  2. Bætið út á majónesi og sýrðum rjóma, kreystið yfir sítrónuna og blandið saman.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

 Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

_MG_4016

Njótið vel!

Ykkar Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5