Linda Ben

Bláberja muffins smoothie

Recipe by
5 mín

Færslan er kostuð af OTA

Ég hef núna átt Nutribullet blandara í 2 ár og hef notað hann a.m.k. 3x í viku í þennann tíma. Ég er rosalega ánægð með endinguna á tækinu mínu þar sem það sést nánast ekkert á tækinu sjálfu. Glösin voru sum orðin svolítið máð en það er eðlilegt fyrir plastglös sem eru notuð jafn mikið og ég geri, en ég set glösin alltaf í þvottavélina eftir notkun. Ég er því nýbúin að endurnýja glösin mín. Hnífinn set ég í þvottavél ca. 1x í viku en finnst nóg að skola hann inn á milli með heitu vatni.

Ég gæti talað endalaust um hversu hrifin ég er af Nutribullet, en þetta skiptið ætla ég að láta það nægja að nefna hversu öflugur mótorinn er í tækinu. Ég er ein af þeim sem hef alveg enga þolinmæði til að láta frosnu ávextina þiðna áður en ég set blandarann í gang, og því fer tækið stundum í gang þar sem allt er frosið og útkoman verður æðislegur smoothie ís. En það merkilega er að Nutribullet tækið er ekki í neinum vandræðum með að mauka frosna ávexti. Blandarinn sem ég átti áður en ég fékk mér Nutribullet eyðilagðist einmitt þegar ég gerði þetta sama í honum. Vissulega þarf maður að hrissta Nutribullet glasið örlítið þegar allt er maukað neðst en heilir ávextir efst að sökum þykkleika, en það er minnsta mál í heimi.

_MG_3591

_MG_3651

Mér finnst þykkir smoothie-ar alltaf bestir og því finnst mér voðalega gott að bæta haframjöli út í þá og jafnvel smá banana líka. Fyllingin í magann er meiri og heldur mér saddri lengur.

Það mætti flokka hafra sem ofurfæðu þar sem þeir innihalda gífurlegt magn næringarefna. Hafrar eru trefjaríkir, innihalda meira prótein og fitu en mörg önnur kornmeti. Hafrar eru einnig rík uppspretta ýmissa vítamína, steinefna og andoxunarefna.

Ég hef lengi keypt Solgryn hafrana, þeir eru skráargats merktir og mér finnst umbúðirnar svo þægilegar og úr pappa eða ekki plasti sem gerir þær að umhverfisvænni kosti.

_MG_3610

_MG_3644

_MG_3618

Bláberja muffins smoothie

  • ½ banani
  • 1 dl Ota Solgryn hafrar
  • 1 ½ dl frosin bláber
  • 2 msk grískt jógúrt
  • ½ tsk vanilludropar
  • ¼ tsk kanill
  • vatn

Aðferð:

  1. Setjið öll innihaldsefni ofan í miðstærðar Nutribullet glas og fyllið að MAX línunni með vatni. Setjið blandarann í gang og balndið þangað til drykkur hefur myndast.

_MG_3613

Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Ykkar, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5