Linda Ben

Bláberja og kókos chiagrautur

Recipe by
15 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Veru Örnudóttir

Þessi bláberja og kókos chiagrautur hentar mjög vel sem morgunmatur eða hádegismatur. Ég elska að gera mér þennan chia graut því hann er mjög einfaldur og bragðgóður.

Ég fæ mér mjög oft chiagraut á daginn ogg hefur þessi uppskrift þróast hjá mér með tímanum og ég alveg elska þessa útgáfu, fæ bara ekki leið.

Ég fýla chia grauta í blautari kanntinum en samt sem heldur vel lögun, sem þýðir að mér finnst best að leyfa chia fræjunum og höfrunum að draga í sig mikið vatn áður en ég blanda öðru í grautinn. Þannig er hann rakamikill en helst vel saman. Það er mjög mikilvægt að leyfa vatninu að fara alveg inn í  fræin og hafrana áður en jógúrtinu er bætt út á því annars getur hann verið of blautur. Mér hefur fundist nóg að bíða í u.þ.b. 10 mín.

Hafrajógúrtið með vanillu og kókos frá Veru er í miklu uppáhaldi hjá mér og elska ég að bæta því út á þennan graut, smellpassar með bláberjunum, kanilnum og ristuðu kókosflögunum.

Bláberja og kókos chiagrautur

Bláberja og kókos chiagrautur

Bláberja og kókos chiagrautur

Bláberja og kókos chiagrautur

  • 1 msk chia fræ
  • 1 msk grófir hafrar
  • 2 dl vatn
  • 1 dl hafrajógúrt með vanillu og kókos frá Veru Örnudóttir
  • 1 dl bláber
  • 1/4 tsk kanill
  • 1 msk ristaðar kókosflögur

Aðferð:

  1. Setjið chia fræ og hafra skál ásamt vatni, blandið saman og leyfið að standa í 10 mín eða þar til allt vatnið hefur gengið inn í chia fræin og hafrana og orðið að þykkum graut.
  2. Bætið þá út í hafrajógúrtinu, bláberjunum, kanilnum og kókosnum.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

Bláberja og kókos chiagrautur

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5