Bláberja smoothie með möndlusmjöri sem þú átt eftir að elska!
Einfaldur bláberja smoothie með möndlusmjöri, banana og grískri jógúrt. Próteinríkur drykkur sem er stútfullur af hollustu.
Bláberja smoothie með möndlusmjöri
- 1 dós grískt jógúrt fra Örnu Mjólkurvörum
- 2 dl bláber
- 1 banani
- 1 msk möndlusmjör
- 2 dl vatn
Aðferð:
- Blandið öllu saman í blandara.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar, Linda Ben
Category: