Linda Ben

Blaut súkkulaðikaka með karamellu miðju

Recipe by
30 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Nóa Síríus | Servings: 6 manns

Blaut súkkulaðikaka með karamellu miðju.

Þessi klassíski eftirréttur sem við elskum öll með örlitlu karamellu tvisti sem gerir eftirréttinn ennþá betri!

Það er upplagt að gera deigið daginn áður og geyma í lokuðu íláti inn í ísskáp. Deigið stirðnar við það, en það hefur engin áhrif á kökurnar.

Blaut súkkulaðikakam með karamellu miðju

Blaut súkkulaðikakam með karamellu miðju

Blaut súkkulaðikaka með karamellu miðju

 • 150 g smjör
 • 150 g síríus suðusúkkulaði frá Nóa Síríus
 • 2 egg
 • 4 eggjarauður
 • 250 g flórsykur
 • 1 tsk vanilludropar
 • 100 g hveti
 • 6 stk rjómatöggur frá Nóa Síríus
 • Örlítill flórsykur

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C og undir+yfir hita.
 2. Bræðið saman smjör og súkkulaðið, leyfið því að kólna á meðan eggin eru hrærð.
 3. Setjið eggin og eggjarauðurnar í hrærivél og þeytið þar til létt og ljós, bætið þá vanilludropunum og flórsykrinum saman við.
 4. Hellið súkkulaðiblöndunni út í eggjablönduna í mjórri bunu með hrærivélina í gangi á lágum hraða.
 5. Bætið hveitinu varlega saman við og hrærið þar til samlagað.
 6. Hér er hægt að setja deigið í lokað ílát og geyma inn í ísskáp yfir nótt, eða fara beint í það að baka það.
 7. Smyrjið lítil 6 stk kökuform sem eru u.þ.b. 9 cm í þvermál, fyllið hvert kökuform upp ¾. Setjið 1 stk karamellu í miðjuna á hverri köku
 8. Bakið inn í ofni í 13 mín (14-15 mín ef deigið var kælt yfir nótt og þannig kalt þegar það fór inn í ofninn)
 9. Sigtið örlítinn flórsykur yfir kökurnar áður en þær eru bornar fram.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

Blaut súkkulaðikakam með karamellu miðju

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5