Linda Ben

Grilluð portobello “steik”

Recipe by
25 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Örnu Mjólkurvörur | Servings: 1 manneskja

Hér höfum við virkilega góða portobello “steik” sem hentar vel sem aðalréttur eða sem meðlæti með öðrum mat.

Systir mín borðar ekki kjöt og smellum við oft í þessa steik fyrir hana þegar við erum með kjöt í matinn fyrir aðra. Mér finnst hann svo góður að ég fæ mér hann yfirleitt líka sem meðlæti með kjötinu og því passa ég að gera alltaf nokkra auka sveppi.

Uppskriftin miðast við einn svepp sem er gott magn fyrir eina manneskju ef það er annað meðlæti með til dæmis bakaðar kartöflur og ferskt salat.

Það er mjög gott að bera sveppinn fram með kaldri sósu, til dæmis þessari sem þið finnið inn í þessari uppskrift.

Það er bæði hægt grilla portobello sveppinn og baka hann inn í ofni. Ef þú ætlar að baka hann þá seturu sveppinn í eldfastmót en ef þú ætlar að grilla er gott að setja smá álpappír undir.

Bökuð portobello "steik"

Bökuð portobello "steik"

Bökuð portobello "steik" Bökuð portobello "steik"

Bökuð portobello “steik”

Uppskriftin miðast við einn svepp sem er u.þ.b. fyrir 1 manneskju

  • 1 stór portobello sveppur
  • 1-2 msk ólífu olía (mjög gott að nota sítrónu ólífu olíu ef þú átt hana til, annars er venjuleg líka æðisleg)
  • 1 hvítlauksgeiri
  • 1/4 kryddostur með hvítlauk
  • Börkur af 1/4 sítrónu
  • 1-2 döðlur skornar smátt niður
  • 1 msk furuhnetur
  • Ferskt rósmarín (má sleppa)

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, undir og yfir hita, eða kveikið á grillinu og stillið á meðal hita.
  2. Setjið portobello sveppinn í eldfast mót (eða setjið á álpappír) og hellið 1 msk olíu yfir hann.
  3. Rífið hvítlauksgeirann yfir sveppinn ásamt kryddostinum og sítrónuberkinum.
  4. Skerið döðlurnar smátt niður og dreifið yfir ásamt furuhnetum.
  5. Bakið inn í ofni í u.þ.b. 20 mín eða grillið þar til sveppurinn er orðinn mjúkur í gegn.
  6. Setjið örlítið af meiri olíu yfir og skreytið með fersku rósmarín.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Bökuð portobello "steik"

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5