Linda Ben

Bragðmikil kjúklingaspjót í jógúrt marineringu með ferskum grilluðum maís með fetaost mulningi

Recipe by
1 klst og 25 mín
Prep: 1 klst - 24 klst | Cook: 25 mín | Servings: 4 manns

Kjúklingaspjót í bragðmikilli jógúrt marineringu borið fram með ferskum grilluðum maís með fetaost mulningi er fullkominn réttur til þess að fagna því að loksins er farið að vora!

Jógúrt marineringin er virkilega bragðmikil og góð, hvítlaukurinn ríkjandi en saffran kryddið kemur einni með ómótstæðilegt bragð. Ég mæli með að láta kjúklinginn marinerast eins lengi og hægt er, það mun skila sér í bragðinu.

Grillaður ferskur maís er í miklu uppáhaldi á mínu heimili, strákurinn hreinlega missir sig í gleðinni þegar hann sér að það er maís í matinn! Okkur þykir skemmtilegt að prófa mismunandi útfærslur á þessu góðmeti og settum fetaost mulning á hann núna sem kom alveg virkilega vel út! Þið hreinlega verðið að prófa þetta næst.

kjúklingur í jógúrt marineringu með grilluðum mais með fetaost mulningi

kjúklingur í jógúrt marineringu með grilluðum mais með fetaost mulningi

kjúklingur í jógúrt marineringu með grilluðum mais með fetaost mulningi

Kjúklinga spjót í jógúrt marineringu:

  • 8 stk úrbeinuð kjúklingalæri
  • 200 g grísk jógúrt frá Örnu
  • 3 hvítlauksgeirar
  • 1 tsk paprikukrydd
  • ½ tsk túrmerik
  • sítrónusafi úr ½ sítrónu
  • ½ tsk salt
  • ½ tsk pipar
  • 3 paprikur
  • 1 rauðlaukur

kjúklingur í jógúrt marineringu með grilluðum mais með fetaost mulningi

Grillaðir maís stönglar með fetaost mulningi:

  • 4 maís stönglar
  • 50 g smjör/smjörlíki við stofuhita
  • 1 krukka fetaostur frá Örnu (taka það mesta af olíunni frá)
  • Ferskt kóríander
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Byrjað er á því að kveikja á grillinu og koma upp góðum hita á því.
  2. Blandið saman í stóra skál gríska jógúrtinu, öllum kryddunum og sítrónusafanum.
  3. Skerið lærin í tvennt og bætið þeim ofan í marineringuna, látið marineringuna þekja öll lærin og leyfið að marinerast í allt frá 30 mín og allt að sólahring inn í ísskáp, því lengur því betra.
  4. Skerið paprikurnar og rauðlaukinn í bita, þræðið upp á spjótin fyrst einum læris bita, næst papriku og svo rauðlauk, endurtakið aftur.
  5. Setjið maísinn beint á grillið í laufunum og grillið í um það bið 20 mín, en snúið þeim á 5 mín fresti.
  6. Grillið kjúklingaspjótin í um það bil 20-25 mín og snúið einnig á 5 mín fresti.
  7. Á meðan maísinn er á grillinu, blandið þá saman mjúku smjöri/smjörlíki og fetaostinum saman, munið að hella af mestu olíunni fyrst af fetaostinum (ekki henda henni samt því hún er frábær í allskyns matargerð!).
  8. Takið maísinn og kjúlingaspjótin af grillinu þegar þau eru tilbúin. Hreinsið laufin og þræðina af maísnum og smyrjið hann með fetaost mulningnum, rífið nokkur kóríanderlauf yfir og kryddið með salti og pipar.

kjúklingur í jógúrt marineringu með grilluðum mais með fetaost mulningi

Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5