Linda Ben

Bragðmikill grillaður lax með hunangs gljáa

Recipe by
35 mín
Prep: 25 mín | Cook: 10 mín | Servings: 3-4 manns

Þessi uppskrift af grilluðum laxi er guðdómlega góð! Laxinn er látinn marinerast í 20 mín ef það er möguleiki, annars skellið þið honum bara beint á grillið. Hunangið gerir það að verkum að það myndast örlítil himna ofan á laxinn sem gerir hann æðislegan.

Hér er laxinn borinn fram með avocadó frönskum en þið finnið uppskriftina af þeim hér.

Grillaður Lax

Bragðmikill grillaður lax með hunangs gljáa, uppskrift:

 • 700-800 g lax
 • 2 msk olífu olía
 • 2 msk hunang
 • 2 hvítlauksgreirar
 • sítrónubörkur af 1 sítrónu
 • 1 tsk chili krydd
 • graslaukur

Aðferð:

 1. Kveikið á grillinu og stillið á mikinn hita.
 2. Blandið saman ólífu olíu og hunangi í skál.
 3. Skerið hvítlaukinn örfínt og setjið út í.
 4. Rífið börkinn af heilli sítrónu og setjið út í.
 5. Blandið saman við 1 tsk af chili kryddi og hrærið í blöndunni.
 6. Setjið laxinn ofan á álpappír og smyrjið marineringunni á laxinn, látið marinerast í 20 mín.
 7. Lækkið hitann á grillinu í miðlungs hita og setjið laxinn á grillið. Setjið lokið á grillið og grillið í um það bil 7-10 mín eða þangað til kantanir á laxinum eru orðnir eldaðir í gegn en hann er ennþá dökk bleikur í miðjunni.
 8. Skerið graslauk, um það bil 2 msk, og dreifið yfir laxinn í lokinn.

Grillaður Lax

Njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í Kosti.

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5