Linda Ben

Bragðmikill pestó fiskréttur með bræddum osti

Recipe by
30 mín
Cook: Unnið í samstarfi við ÍSAM | Servings: 4 manns

Hér höfum við einfaldan en bragðmikinn og ljúffengan pestó fiskrétt með bræddum osti. Þetta er réttur sem ég smelli í þegar ég vil að maturinn sé bragðgóður en ég hef lítinn tíma til að standa yfir pottunum.

Það er mismunandi hvaða meðlæti ég hef með þessum rétti en bakaðir sætkartöflubitar og klettasalat klikkar seint.

Gott pestó er algjör lykill að því að þessi réttur verði góður. Ég er alltaf jafn hrifin af rauða pestóinu frá Sacla með sólþurkuðu tómötunum. Ég bæti vel af hvítlauk út í það þar sem ég elska allt með hvítlauk. Þegar rétturinn bakast verður til nóg af sósu svo það er alveg óþarfi að búa hana til sérstaklega.

Brragðmikill Pestó fiskréttur með bræddum osti

Brragðmikill Pestó fiskréttur með bræddum osti

Brragðmikill Pestó fiskréttur með bræddum osti

Brragðmikill Pestó fiskréttur með bræddum osti

Brragðmikill Pestó fiskréttur með bræddum osti

Bragðmikill pestó fiskréttur með bræddum osti

  • 1 kg þorskur
  • 200 g Rautt pestó með sólþurkuðum tómötum frá Sacla
  • 4 hvítlauksrif
  • Svartar olífur u.þ.b. 2 msk
  • 1 dl rjómi
  • 150 g rifinn mozzarella

Aðferð:

  1. Setjið þorskinn í skál ásamt pestóinu, rifnum hvítlauksrifjum og ólífum, blandið öllu vel saman og leyfið að marinerast eins lengi og tími leyfir.
  2. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, undir og yfir hita.
  3. Setjið í eldfastmót og hellið smá rjóma yfir og deifið ostinum yfir.
  4. Bakið í u.þ.b. 20-25 mín eða þar til fiskurinn er eldaður í gegn.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5