Linda Ben

Bragmikið rótargrænmetis salat með fersku pestói

Hér er að finna alveg frábært salat úr ofnbökuðu grænmeti sem er afar gómsætt. Ofnbakað grænmeti er í miklu uppáhaldi hjá okkur og við borðum mikið af því.

pestó salat úr ofnbökuðu grænmeti

pestó salat úr ofnbökuðu grænmeti

Hægt er að bera salatið fram með öðrum mat eða sem aðalréttur þar sem það er stútfullt af hollum næringarefnum og próteinum.

pestó salat úr ofnbökuðu grænmeti

pestó salat úr ofnbökuðu grænmeti

Virkilega gómsætt pestó salat úr ofnbökuðu grænmeti

 • 3-4 gulrætur
 •  400 g kartöflur
 • 1 dós kjúklingabaunir (skolaðar)
 • 250 g kirsuberjatómatar
 • U.þ.b. 1 dl af ólífu olíu
 • 1 tsk salt
 • 1 tsk pipar
 • 1 tsk oreganó krydd
 • 1 tsk basil krydd
 • 1/2 tsk hvítlauks krydd
 • 1 dós ferskt pestó
 • Ferskt salat eða avocadó (má sleppa)
 • 1/4 jalopeno þunnar sneiðar (má sleppa)

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 220°C.
 2. Flysjið gulræturnar og skerið þær í sneiðar (u.þ.b. 1/2 cm sneiðar), skolið kartöflurnar og skerið þær í bita með hýðinu svo hver biti er í svipaðri stærð og gulræturnar.
 3. Skolið kjúklingabaunirnar og setjið þær í skál með gulrótunum og kartöflunum, hellið vel af olíu yfir og kryddið. Blandið öllu vel saman og raðið á ofnplötu með smjörpappír, bakið í 30 mín og snúið grænmetinu reglulega. Þegar grænmetið er búið að vera í ofninum í um það bil 15 mín, bætið þá tómötunum saman við, veltið þeim svolítið upp úr olíunni og bakið.
 4. Takið grænmetið úr úr ofninum og setjið í skál, setjið pestóið yfir og veltið öllu vel saman. Berið fram með fersku salati eða avocadó en það er þó ekki nauðsynlegt, einnig er hægt að skera jalopenó í þunnar sneiðar og bæta því út á salatið.

_MG_0m536

Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Ykkar, Linda Ben

Þessi færsla er kostuð en það hefur ekki áhrif á frásögn mína.

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5