Linda Ben

Brownie hrákökur

Þessar brownie hrákökur eru æðislega góðar! Áferðin er nánast eins og á hefðbundnum brownie-um en lykillinn að þeirri áferð er að hakka innihaldsefnin alveg rosalega smátt niður og vinna þau vel svo saman.

Brownie hrákökur

Brownie hrákökur

Ég fékk 3 ára son minn til að hjálpa mér að útbúa þessa hráköku brownie bita. Hann var mjög spenntur að hjálpa mér þó svo að hann sé ekki almennt hrifinn af matvinnsluvélinni. Hann var þó með lausn á því og sagði “mamma, ég held bara rosa fast fyrir eyrun” sem hann svo gerði með miklum (og krúttlegum) tilþrifum. Hann var svo áhugasamur um þessar kökur, hjálpaði mér meðal annars að taka steinana úr döðlunum, fletja út deigið og skera úr kökurnar.

Brownie hrákökur

Brownie hrákökur

Brownie hrákökur

 • 2 ½ dl möndlur
 • 2 ½ dl kashewhnetur
 • 5 dl steinlausar döðlur
 • 60 g hreint kakó
 • 1 msk hlynsíróp
 • ½ tsk sjávarsalt
 • 50 g dökkt súkkulaði

Aðferð:

 1. Myljið möndlurnar og kashewhneturnar í matvinnsluvél þangað til þær eru orðnar að fínu mjöli. Bæti kakóinu og saltinu út í og blandið saman.
 2. Hellið því í skál og setjið steinlausu döðlurnar í matvinnsluvélina og maukið þær þangað til þær eru orðnar að mauki.
 3. Vinnið döðlumaukið og hnetumjölið saman þangað til þétt blanda hefur myndast. Ef þið viljið þá getið þið sett örlítið hlynsíróp út í til að sæta smá meira.
 4. Fletjið deigið út, ég braut saman smjörpappír og flatti það út inn í pappírnum svo deigið myndi ekki festast við borðplötuna. Látið deigið vera svolítið þykkt (u.þ.b. 1 cm) og skerið svo út bita. Ég notaði hjartalaga smákökuform.
 5. Bræðið súkkulaðið og dreifið því yfir brownie bitana á smjörpappírnum. Setjið í ísskáp þangað til súkkulaðið hefur harðnað.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Brownie hrákökur

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5