Linda Ben

Brownie með kókosbollufyllingu og súkkulaðihjúp

Þessi uppskriftt var samin fyrir Kökublað Vikunnar.

_MG_1924

_MG_1925

_MG_1930

Þessi kaka er fullkomin til að hafa í eftirrétt eftir ljúfa máltíð. Klassískur og dásamlega góður brownie botn með himneskri kókosbollu fyllingu sem allir þekkja og elska. Súkkulaðihjúpurinn kórónar þetta allt saman svo og býr til fullkominn grunn að fallegri skreytingu. Endilega leyfið hugmyndafluginu að ráða för þegar kemur að skreytingunum. Ég skar kökurnar í ílanga tígla en mæli hinsvegar ekkert sérstaklega með því þar sem erfitt er að ná öllum kökunum jafn stórum þannig, hefðbundnir tíglar eða kassar er einfaldara að gera.

Brownie

 • 150 g smjör
 • 250 g sykur
 • 80 g hreint kakó
 • ¼ tsk fínt salt
 • 1 tsk vanilludropar
 • 2 egg
 • 65 g hveiti
 • 100 g súkkulaðibitar

Aðferð:

 1. Stillið ofninn á 165°C
 2. Smyrjið 20×20 cm form.
 3. Blandið saman yfir vatnsbaði, smjör, sykur, kakó og salt. Hrærið saman þangað til smjörið hefur alveg bráðnað. Takið blönduna af vatnsbaðinu og leyfið henni aðeins að kólna.
 4. Hrærið eggjunum einu í einu útí og bætið vanillu saman við.
 5. Blandið hveitinu saman við varlega og setjið svo súkkulaðibitana útí. Hellið deiginu í formið og bakið í 20-25 mín.
 6. Kælið kökuna í ísskáp og gerið eggjahvítukremið.

Kókosbollu fylling

 • 250 g sykur
 • ½ dl síróp
 • ¾ dl vatn
 • 140 g gerilsneiddar eggjahvítur

Aðferð:

 1. Setjið sykur, síróp og vatn í pott. Bræðið sykurinn og hitið blönduna að 117°C (notið nammi hitamæli ef hann er til, annars sjóðiði blönduna í nokkrar mínútur, þetta gengur út á það að engin sykurkorn séu eftir)
 2. Þeytið eggjahvíturnar þangað til þær verða stífar, hellið þá sykrinum út í eggjahvíturnar í mjórri bunu og haldið áfram að þeyta í 10 mín eða þangað til þær eru orðnar mjög stífar aftur.
 3. Smyrjið kreminu á kökuna, reynið að slétta úr því eins og þið getið og hafa eins beina kanta og hægt er. Setjið kökuna inn í ísskáp og gerið súkkulaðikremið.

Súkkulaðihjúpur

 • 200 g súkkulaði
 • 40 g smjör
 • 4 msk bragðlaus olía

Aðferð:

 1. Bræðið smjör og súkkulaði yfir vatnsbaði. Þegar blandan hefur bráðnað saman, takið af vatnsbaðinu og setjiði olíuna út í, blandið saman. Leyfið blöndunni að kólna og stirna svolítið áður en hún er sett á kökuna.
 2. Smyrjið kreminu varlega á kökuna. Skreytið kökuna eftir smekk, til dæmis er hægt að nota hvítt kökuskraut, brúðarslör (ath. að brúðarslör er ekki ætt) og kopar lakkrískúlur frá Johan Bulov.

_MG_1919

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ég minni þig á að fylgjast með mér á Instagram en þar er ég oft að elda og baka og sýni “step-by-step” frá matseldinni. Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5