Linda Ben

Brownie smákökukarlar

Recipe by
1 klst
Cook: Unnið i samstarfi við Nóa Síríus

Brownie smákökukarlar úr blautri klesstri brownie með Rice Krispies sem kemur með ótrúlega skemmtilegan snúning á klassíska brownie köku og gerir hana örlítið meira seiga, eins og það séu karamellubitar í kökunni.

Það er alls ekki skylda að gera smákökukarla úr þessari köku, en skemmtilegt er það!

brownie smákökukallar

brownie smákökukallar

brownie smákökukallar

brownie smákökukallar

brownie smákökukallar

Brownie smákökukarlar

  • 125 g smjör
  • 300 g sykur
  • 2 egg
  • 1 tsk vanilludropar
  • 110 g hveiti
  • 40 g kakó
  • 40 g Rice Krispies
  • 200 g Nói Síríus suðusúkkulaði
  • 50 g hvíttir súkkulaðidropar frá Nóa Síríus

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C.
  2. Bræðið smjörið og leyfið því að kólna örlítið.
  3. Þeytið saman egg og sykur í nokkrar mín eða þar til blandan er orðin létt og ljós og myndar borða. Hellið smjörinu út í ásamt vanilludropum og hrærið á meðan.
  4. Setjið hveiti og kakó út í og blandið öllu vel saman með sleikju. Bætið því næst Rice Krispies út í og veltið því varlega saman við.
  5. Hellið deiginu ofan í 20×30 cm form sem hefur verið klætt með smjörpappír og bakið í u.þ.b. 20 mín.
  6. Takið smákökukarla form og skerið út smákökukarla.
  7. Bræðið suðusúkkulaðið og hjúpið smákökukarlana, leyfið súkkulaðinu að harðna.
  8. Bræðið hvíta súkkulaðið og setjið í sprautupoka með litlum hringlaga stút, sprautið andlit, hneppur og ermar á smákökukarlinn.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

brownie smákökukallar

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5