Linda Ben

Buffalo blómkáls “vængir”

Recipe by
30 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Örnu Mjólkurvörur

Buffalo blómkáls “vængir” sem eru alveg ótrúlega góðir og eiga alveg örugglega eftir að koma þér á óvart!

Blómkáls “vængirnir” eru góðir sem forréttur eða með öðrum réttum.

Buffalo blómkál

Buffalo blómkál

Buffalo blómkál

Buffalo blómkál

Buffalo blómkáls “vængir”

  • 100 g hveiti
  • 1 tsk papriku krydd
  • ½ tsk cayenne pipar
  • 2 tsk hvítlaukskrydd
  • 1 tsk salt
  • ½ tsk pipar
  • 2 dl mjólk frá Örnu Mjólkurvörum
  • 1 stk stór blómkálshaus
  • 1 msk hunang
  • 1 dl buffalo sósa eða sterk sósa (e. hot sauce)
  • 2 msk bragðlítil olía

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 220°C
  2. Blandið saman hveiti, papriku kryddi, cayenne pipar, hvítlaukskryddi, salti og pipar. Bætið mjólkinni út í og hrærið þar til kekklaust.
  3. Takið blómkálshausinn í sundur og setjið ofan í deigið, veldið saman þar til allt blómkálið er hjúpað deigi.
  4. Raðið blómkálinu á smjörpappír og bakið í 20 mín.
  5. Blandið saman hunangi, buffalo sósu og olíu, penslið blómkálið og berið fram með gráðostasósu.

Gráðostasósa

  • 1 dl majónes
  • 1 dl grískt jógúrt frá Örnu Mjólkurvörum
  • 60 g gráðostur
  • salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Hræðið majónesið og sýrða rjóman saman í skál.
  2. Brjótið gráðostinn smátt út í og hrærið saman við
  3. Kryddið með salt og pipar eftir smekk.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Buffalo blómkál

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5