Linda Ben

Caprese tómatsúpa

Recipe by
40 mín
Cook: Unnið í samstarfi við SS | Servings: 4-5 manns

Caprese tómatsúpa er eitthvað sem þú verður að smakka ef þú elskar góða tómatsúpu. Tómatsúpan er einstaklega bragðmikil, toppuð með ferskum mozzarella og ferskri basilíku sem gerir hana algjörlega ómótstæðilega. Osturinn bráðnar ofan í súpunni og verður teygjanlegur og svakalega góður.

Ef þú vilt gera súpuna ennþá matarmeiri þá mæli ég með að steikja smá kjúkling og bæta út í súpuna. Það er nóg að krydda hann með salti og pipar, skera hann smátt niður, steikja og bæta svo út í súpuna á meðan hún er að malla.

Ef þú átt eftir að prófa Mutti tómatvörurnar þá mæli ég með því að þú nælir þér í þær í næstu búðarferð. Þetta eru ítalskar hágæða tómatvörur. Góðu hráefnin og gæðin skína í gegnum bragðið.

Caprese tómatsúpa

 • 50 g smjör
 • 1 laukur
 • 3-4 hvítlauksgeirar
 • 1 lúka ferskt timjan
 • 2 msk tómatpúrra frá Mutti
 • 3-4 gulrætur
 • 800 g (2 krukkur) passata frá Mutti
 • 1 líter vatn
 • 1 stk kjúklingateningur
 • 1/2 stk grænmetisteningur
 • Salt og pipar
 • 1 msk oreganó
 • 1-2 tsk paprikukrydd
 • 250 ml rjómi
 • 2 ferskar mozzarella kúlur
 • Fersk basilíka

Aðferð:

 1. Bræðið smjörið á pönnunni og steikið smátt saxaðan laukinn, gulræturnar og hvítlaukinn í nokkrar mín.
 2. Bætið út í tómatpúrru, passata og fersku smátt söxuðu timjan.
 3. Bætið vatninu og kraftinum út í, maukið súpuna með töfrasprota.
 4. Bætið salti, pipar, oreganó, paprikukryddi út í og leyfið súpunni að malla rólega í u.þ.b. 20 mín.
 5. Bætið rjómanum út í og náið upp suðu, smakkið til með kryddunum, skerið u.þ.b. 1 msk af fersku basil niður og bætið út í súpuna.
 6. Setjið súpuna í skálar og skiptið mozzarella ostinum á milli, bætið einnig meira af basiliku út á skálarnar.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5