Linda Ben

Chia grautur með höfrum, kókos, banana og appelsínu

Recipe by
20 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Minute Maid | Servings: 2 stór glös

Þennan graut er upplagt að gera með góðum fyrirvara þó svo að það sé ekki nauðsynlegt. Mér finnst alltaf gott að gera tvöfalda uppskrift af þessum graut og þá á ég nóg út vikuna og þarf ekki að hugsa aftur um morgunmat það sem eftir er af vikunni. Ótrúlega þægilegt þegar ég sé fram á að vera upptekin á morgnanna næstu daga.

Maður gerir sem sagt grautinn sjálfann til dæmis á sunnudagskvöldi, setur í stóra skál og geymir þannig. Svo tekur maður eins mikið og maður vill og setur í minni skál, bæti banana sneiðum, mandarínum og kókosflögum út í.

Grauturinn sjálfur er hreint út sagt æðislega góður og silki mjúkur. Stútfullur af hollri og góðri næringu sem heldur manni söddum langt fram að hádegi.

holler morgunmatur, chia grater með höfrum banana og appelsínu

holler morgunmatur, chia grater með höfrum, kókos, banana og appelsínu

holler morgunmatur, chia grater með höfrum, kókos, banana og appelsínu

Þessi uppskrift er nóg í 2 stór glös

Chia grautur með höfrum, kókos, banana og appelsínu

  • 1 dl chia fræ
  • 1 dl hafrar
  • 1 dl kókosmjólk (eða möndlumjólk)
  • 2 dl appelsínusafi
  • ½ tsk vanilla
  • Banana sneiðar
  • Mandarínu/appelsínu bitar
  • Kókosflögur

Aðferð:

  1. Blandið saman í stóra skál chia fræjum, höfrum, kókosmjólk, Minute Maid appelsínusafa og vanillu. Látið standa í a.m.k. 20 mín. Líka hægt að gera kvöldinu áður og geyma inn í ísskáp.
  2. Setjið grautinn í tvö glös, bætið út í banana sneiðum, mandarínum/appelsínum og kókosflögum.

holler morgunmatur, chia grater með höfrum, kókos, banana og appelsínu

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5